Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1941, Blaðsíða 59
57
hækkun, æðahnúta og fótasár. Ofsakláði á börnum er einnig nijög al-
gengur kvilii.
Höfðahverfis. Algengustu kvillar: Gigt í tauguin, vöðvum og liðuni,
hlóðleysi, oft saml'ara meltingarsjúkdómum, tannskemmdir, og nokk-
ur brögð að húðsjúkdómum, enn fremur ígerðum og smáineiðslum.
Reijkdæla. Algengustu kvillar eru: Tannáta, taugaveiklun og' gigt í
ýmsum myndum. Sömuleiðis hefur borið allmikið á meltingarkvill-
uin, „súru magakvefi”, magasári (,‘i tilfelli greinileg), obstipatio
o. þ. h.
Seyðisfj. Eins og endranær eru tannskemmdirnar alg'engasti kvill-
inn, þá blóðlevsi, taugaveiklun og' g'igt. Hægðatregða mjög algeng i
gömlu fólki.
Norðfj. Algengustu kvillar hinir sömu og áður. Af kvillaflokkum
má nefna: Smámeiðsli 29, smærri bólgur 23, húðsjúkdómar 26, ýmsir
þvagfærasjúkdómar 15, taugalcvillar 53, gigtarsjúkdómar 37, blóð-
leysi 39.
Fáskráðsfj. Algengustu kvillar eru tannskemmdir, gigtarsjúkdómar
ýmsir og taugaveiklun.
Berufj. Algengustu kvillar eru alltaf tannskeinmdir, þá gigt, ýmiss
konar smáslys og ígerðir.
Síðu. Tannskemmdir langalgengasti kvillinn.
Vestmannaeyja. Algengustu kvillar eru hér tannskemmdir, tauga-
'eiklun í kvenfólki, magaveiki í þeim, sein sjóróðra stunda á vertíð,
því að nesti er haft, en nýr fiskur ekki soðinn og étinn, sem vel væri
hægt. Síðara hluta vertíðar í aflahrotum sér á ýinsum sjómönnum
vegna uppistaðna og erfiðis.
Grimsnes. Tíðustu sjúkdómar á þessu ári hafa án efa verið far-
sóttirnar. Þá eru ýmiss konar gigtarsjúkdómar nokkuð algengir, og
sömuleiðis hjartasjúkdómar.
2. Anaemia microcytiea.
Hesteyrar. 2 sjúklingar skráðir.
3. Anaemia perniciosa.
Höfðahverfis. Fyrir 3 árum fékk kona hér þenna sjúkdóm og var
gefið campholon með ágætum árangri. Nú í vor fór hún aftur að finna
til sömu einkenna sem áður. Var aftur gefið campholon með sama
árangri, og varð þegar eftir nokkrar sprautur eins og önnur mann-
eskja.
4- Appendicitis.
Ogur. Mörg tilfelli koma fyrir árlega. Lyflæknismeðferð hefur
oftast orðið að duga i fyrsta eða fyrstu köstunum. Sjaldnast hægt
flytja sjúklinga á ísafjörð í kasti.
Blönduós. Var með minna móti að þessu sinni.
Akureyrar. Botnlangabólga er hér alltaf nokkuð tíð.
Höfðahverfis. 2 sjúldingar.
Beykdæla. 4 sjúklingar eru skráðir. Voru allir skornir í kastinu,
ýmist á Húsavík eða Akureyri.
Öxarfj. Botnlangabólga hefur mikið farið í vöxt á s. 1. 20 árum,
þó ekki jafnt, heldur er líkast þvi, að faraldrar hafi gengið yfir hér-
8