Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1941, Blaðsíða 43
41
þurfa að vita, að stúlkur þessar eru nálega undantekningarlaust
sjúkar og að afskipti af þeim hljóía óhjákvæmilega að hafa sýkingu í
för með sér. Jafnvel þó að ýtrustu varúðar sé gætt og varnarlyf notuð,
getur enginn verið öruggur, ef viðkomandi stúlka gengur með ólækn-
aða syphilis á háu stigi. Sérstaklega verður að aðvara gifta menn,
sem hafa leiðzt út í að hafa afskipti af slíkum konum, að þeir megi
aldrei undir nokkrum kringumstæðum hafa samfarir við eiginkonur
sínar fyrr en í fyrsta lagi 3 vikum síðar, ef engin sjúkdómseinkenni
hafa þá komið fram. Hvert einasta minnsta grunsamlegt smáfleiður,
sem kann að koma fram á þeim tíma, er sjálfsagt að sýrta lækni. Vegna
þessara sérstöku tíma, sem nú standa yfir, hefði ég' talið mjög æski-
legt, að útgerðarfélögum þeirra skipa, sem nú sigla á England og
Ameríku, sé sent sem svarar 50 eintökum af „Leiðbeiningum um kyn-
sjúkdóma" handa hverju skipi, ásamt aðvörun um þá stórkostlega
auknu kynsjúkdómahættu, sem striðið hefur haft í för með sér. Síðan
væri skipstjórum, sem eru í förum milli landa, falið að afhenda helzt
persónulega hverjum einasta skipsverja, sem á skip þeirra er skráður,
meðan stríðið stendur yfir, eitt eintak af ofangreindri aðvörun og
„Leiðbeiningum um kynsjúkdóma“.1)
Að öðru levti láta læknar þessa getið:
Rvík. Lekandasjúklingum fer fækkandi frá ári til árs. Sárasótt virð-
ist aftur á móti fara heldur í vöxt.
Hafnarfj. Nokkrir sjúklingar eru skráðir með lekanda, en enginn
uieð sárasótt, en eins og undanfarið vitja oft slíkir sjúklingar Reykja-
vikurlækna. Nokkrir sjúklingar eru þó hér með króniska og meðfædda
sárasótt. Stúlka var hér um tíma, aðflutt úr Reykjavík, var vanfær og
fékk salvarsanmeðferð, en áður en hún fæddi, fluttist hún í annað
hérað, og var hlutaðeigandi héraðslækni gert viðvart. 3 lconur eru
hér með króniska sárasótt. 2 þeirra uppgötvuðust ekki fyrri en eftir að
þær höfðu fætt andvana barn og önnur þeirra lifandi barn með með-
fædda sárasótt, og var það læknað. Báðar konurnar hafa síðan fætt
hvor 2 börn, sem eru heilbrigð, enda fengu þær salvarsan um með-
göngutímann, en sjálfar hafa þær læknazt. Báðar voru á þessu ári
steriliseraðar eftir ósk þeirra og inanna þeirra,2) og eru undir eftirliti.
hriðja konan uppgötvaðist líka af því, að sonur hennar hafði með-
fædda sárasótt. Hvorugt þeirra hefur tekizt að lækna, enda langt um
liðið, og barnið, sem nú er 7 ára, er máttlaust í báðum neðri útlim-
um. 1 fullorðinn karlmaður, 32 ára, hafði um nokkur ár haft crises
gastricae og legið á ýmsum sjúkrahúsum til athugunar. W. R. -f, og
er þar vafalítið um meðfædda sárasótt að ræða (móðir dó að honum
nýfæddum, en enginn vissi faðernið). 2 útlendingar hafa leilað hingað
með sárasótt á 1. stigi og fengið salvarsan.
Skipaskaga. Lítið kveðið að kynsjúkdómum.
Borgarfj. Varð ekki vart.
Ólafsvíkur. Engir kynsjúkdómar.
Bíldudals. Lekandi sést hér sjaldan.
1) Tillögur læknisins um sérstakar aðvaranir til farmanna voni I>egar teknar
úl greina og hafa siðan verið itrekaðar.
t) Meira cn hæpin inciicatio og aðgerðirnar heimildarlausar.
fi