Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1941, Blaðsíða 116
114
Akureyrar. Áhugi á iþróttum mikill. Alls konar útiíþróttir stund-
aðar af kappi, cn um inniiþróttir hefur ekki verið að ræða sökum
hiisnæðisleysis.
Höfðahverfis. íþróttir nijög lítið stundaðar og dauft yfir öllu
íþróttalífi. Ungmennafélag, sem hér starfar, hefur þó fengið leik-
fimikennara, og kenndi hann hér leikfimi um V2 mánuð. Eins hefur
slysavarnardeildin, sem hér er, mikinn hug á að koma upp sundlaug,
og' er almennur áhugi á, að á henni verði byrjað sem fyrst. Um 34
stundar gang héðan frá Grenivílc eru volgar uppsprettur, og þar er
áformað, að hún standi.
Reijkdæla. íþróttaáhugi er hér töluverður, og hafa ungmennafé-
lögin forustu í þeim málum. Njóta þau góðs af aðstöðunni við Lauga-
skóla í því efni.
Seijðisfj. Heldur dauft yfir íþróttalífinu. Á þó að heita, að eitt
íþróttafélag sé starfandi. Hefur það kennara um tíma að vetrinum
við leikfimikennslu og' annan við sundkennslu að sumrinu, en veður-
áttan ræður þar mestu, því að engin er sundlaugin, önnur en kökl
tjörn. Áhugi fyrir skíðaiþrótt er aftur á móti mikill, en snjóleysi síð-
ustu vetra hindrar iðkanir í þeirri grein.
Norðfj. Ég' held, að segja megi, að áhug'i fyrir iþróttum fari stöð-
ugt vaxandi.
Fáskrúðsfj. íþróttaáhugi vaxandi. Leikfimi kennd i skólunum
tveim (Búða og Stöðvarfjarðar). Skíðaferðir fara og í vöxt, en því
miður er dauft yfir íslenzku glímunni.
Berufj. Knattspyrna talsvert stunduð. Byrjað er nú að kenna leik-
fimi við barnaskólann hér, og er samkomuhúsið notað sem leikfimi-
liús.
Vestmannaeijja. íþróttir meira og minna stundaðar allt árið, knatt-
leikur, glímur, sund og „golf“.
10. Alþýðufræðsla um heilbrigðismál.
Læknar láta þessa gelið:
Ólafsfj. Ég kenndi heilsufræði og heilsuvernd í unglingaskóla, er
tók til starfa í nóvembermánuði og stóð í 3 mánuði.
Akureyrar. Héraðslæknir hefur á þessu ári, eins og undanfarið, flutt
nokkur erindi um heilbrigðismál úti um sveitirnar og þá einkum
tekið til meðferðar óþrifakvillana og aukið hreinlæti bæði utan húss
og innan. Þá hefur héraðslæknir einnig flutt erindi um iðnsjúkdóma
á verklýðsfélagsfundi á Akureyri.
Vestmannaeijja. Fólki leiðbeint með blaðagreinum og á ýmsan
annan hátt.
11. Skólaeftirlit.
Tafla X.
Skýrslur um skólaskoðanir vantar i þetta sinn úr 6 læknishér-
uðum (Dala, Reykhóla, Reykjarfj., Hróarstungu, Fljótsdals og
Hornafj.). Skýrslur þær, er borizt hafa, taka alls til 13432 barna.
Samkvæmt heildarskýrslu (tafla X), sem gerð hefur verið upp úr