Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1941, Blaðsíða 27
25
íscrslaklega skráðuin kveflungnabólgutilfelluin vera fylgikvilli inflú-
enzunnar.
Læknar láta þessa getið:
Rvik. Um miðjan janúar barst inflúenza til bæjarins, Breiddist
nokkuð hratt út. Til þess að tefja fyrir útbreiðslu hennar var tekið
það ráð að loka skólum og banna samkomur um tíma. Komið var á
hjálparmiðstöð, eins og þegar infhienza gekk hér síðast, og hafði hún
bækistöð á skrifstofu minni. Skátar önnuðust hjálpina. Inflúenzan
var miðlungi þung, og veiktust stundum flestir eða allir á sama
heimili í einu. Henni fylgdi talsvert af kveflungnabólgu, sem varð
nokkrum að bana, einkum þó veikluðu og eldra fólki. Inflúenzan var
að mestu um garð gengin í fyrra hluta aprílmánaðar.
Hctfnarjj. Faraldur fyrstu mánuði ársins, en var vægur.
Álafoss. Gerði nokkuð vart við sig, einkum í verksmiðjufólki á
Álafossi.
Borgarfj. Barst l'rá Reykjavík á 2 heimili samtímis í byrjun
febrúar og frá þeim á nokkra bæi í kring. Alls mun veikin hafa
sýkt 50—00 manns á 10 bæjum, en var þá kveðin niður með sam-
gönguvarúð og banni. Greinileg inflúenza. 3 fengu kveflungnabólgu
ineð henni.
Flateijjar. Inftúenzufaraldur í febrúar, og sýlctust injög margir.
Bíldudals. Barst hingað frá Reykjavík í byrjun febrúar. Breiddist
mjög ört út, svo að allt fólk á mörgum heimilum lagðist innan fárra
daga. 2 fengu lungnabólgu og nokkrir miðeyrabólgu, en annars ekki
alvarlegir fylgikvillar. Samkomubann var sett hér á og skólum lokað
í 2 vikur. Eftir því, sem ég kemst næst, munu á 4. hundrað manns
hafa sýkzt í héraðinu.
Flateyrar. Barst í héraðið í febrúarbyrjun. \'ar væg, þó að hiin tæki
nokkuð marga.
Hóls. í febrúar og marz gekk inflúenza. 1 veiklað barn á 1. ári dó.
Annars var inflúenzufaraldurinn vægur.
Ögnr. Vegna inflúenzunnar, sem gekk í nágrannahéruðunum, var
samgöngubann sell á í Snæfjalla-, Nauteyrar-, Reykjarfjarðar- og Ög-
urlireppum 11. febrúar. Áður var veikin komin á 1 heimili í Reykjar-
fjarðarhreppi. Allt heimilisfólkið lagðist samtímis, og var veikin all-
svæsin. Heimilið einangrað, og barst veikin ekki víðar. Meðan sain-
göngubannið var, veiktist enginn í áðurnefndum hreppum, en jafn-
skjótt sein það var uppleyst, um mánaðamótin marz—apríl, barst
veikin beint frá ísafirði inn í Nauteyrarhrepp, en þá var talið víst,
að veikin væri um garð gengin á ísafirði. Infíúenzan fór svo um allan
Nauteyrarhrepp og innra hluta Snæfjallahrepps. Hún var væg og
gekk fljótt yfir. Aðrir hreppar sluppu alveg.
Miðfj. Barst hingað úr Reykjavík í febrúarmánuði og sýkti fólk á
nokkrum afskekktum bæjum. Lagðist veikin allþungt á marga
hverja. Vegna jiess að fólk vissi, um hvaða sótt var að ræða, röyndi
það eftir ýtrasta megni að forðast samgöngur við hin sýktu heiinili,
og tókst þannig að hefta útbreiðslu veikinnar.
Blönduós. Gekk frá þvi í maí og fram í júli, en var yfirleitt væg
og fór hvergi geyst. í janúar og febrúar komu fyrir ekki' allfá til-