Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1941, Blaðsíða 120
118
13. Meðferð þurfalinga.
Læknar láta þessa getið:
Hesteyrar. Meðferð þurfalinga góð.
Sauðárkróks. Meðferð þurfalinga góð.
Akureyrar. Meðferð þurfalinga mun hér ahnennt mega teljast
sæmileg.
Höfðalwcrfis. Meðferð þurfalinga er góð, eftir því sem ég veit.
Seyðisfj. Um þurfamenn er varla að tala síðustu 2 árin, nema þá
einstaka gamalmenni, sem vel fer um.
Fáskrúðsfj. Meðtci'ð og aðbúnaður þurfamanna virðist mér vera í
bezta lagi.
Vestmannaeyja. Meðferð þurfalinga sjálfsagt vel i meðallagi, eftir
því sem gerist.
14. Ferðalög héraðslækna og læknisaðgerðir í heimahúsum.
Læknar láta þessa getið:
Hóls. 15 sinnum verið skorið í ígerðir og að auki 26 sinnum skorið
í fingurmein. 23 sinnum klemmd saman sár, 65 sinnum dregnar
tennur. 10 sinnum teknir burtu aðskotahutir úr holdi og hornhimnu.
10 sinnum gert að bruna, 2. og 3. stigs. Staðdeyfing töluvert notuð,
einkum við tannútdrátt og við að skera í fingurmein.
Hesteyrar. Ferðalög á landi eru hér mjög erfið að vetrarlagi, eink-
um norður og' austur á Strandir, og má þá oft litlu muna, að ekki
hljótist tjón af. Síðan byg'gð eyddist við Veiðileysufjörð, er ekki vand-
ræðalaust að ferðast að Horni, Höfn og Látravík, sérstaklega þó til
baka. Úr botni Veiðileysufjarðar og að Höfn er í góðu færi 3 tíma
gangur (yfir fjallveg), en sá vegur er nú lítt varðaður, og tilfinnanlega
vantar sæluhús í fjarðarbotninum, ef í harðbakka slær. Eg tel alveg
óforsvaranlegt, verði öðru við komið, ég tala ekki um, ef mikið liggur
við, að læknir þurfi að klöngrast 6— 8 tíma leið (yfir 3 fjöll) frá Hest-
eyri að Horni, en þá leið verður að fara, sé Veiðileysufjarðarleiðin
ekki farin. Þessu verður ekki kippt í lag nema með byggingu sælu-
húss. Svo hlálega vill til, að íbúuni Sléttuhrepps kemur nær eingöngu
að notum leiðin um Veiðileysufjörð, en hann liggur allur í Grunna-
víkurhreppi. Ég ætla aðeins stuttlega að geta þess, að litlu munaði,
að ég' yrði úti milli Búða og Hesteyrar í desember síðast liðnum.
Var ég þá að koma „landleiðina“ frá Horni og alveg að þrotum
kominn vega ófærðar og veðurs. Ég skammast mín ekkert fyrir að
segja frá þessu, þó að einliverjir íþróttamenn kynnu ef til vill að
brosa í kampinn, ef þeir læsu þetta.
Blönduós. Ferðalög verða auðveldari með ári hverju, því að vegir
fara batnandi og aðalþjóðveginum er haldið opnum allan veturinn,
eftir því sem hægt er. Ég hef getað farið í bíl svo að segja allar ferðir,
a. m. k. að einhverju leyti. Undantekning varð þó frá þessu eftir einu
stórhríðina, sem gerði á árinu, en það var um mánaðarmótin
febrúar—marz. Skömmu síðar var ég' sóttur langt fram í Svartárdal,
og var póstleiðin upp Langadal þá með öllu ófær. Ég komst þó í bil
upp i Blöndudal að vestan, fór yfir Blöndu í kláfferjunni, reið þaðan