Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1941, Blaðsíða 55
53
8. Ivrabbamein (cancer).
Töflur V- -VI.
S júklin gnfjuldi 1932—1941:
1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941
Sjúkl. . . 71 103 87 73 82 68 73 77 74 75
Ránir .... 133 125 141 147 140 156 141 157 148 189
Sjúkratölurnar eru hér greindar samkvæmt mánaðarskrám.
Á ársyfirliti um illkynja æxli (þar með talin heilaæxli), sem borizt
liefur úr öllum héruðum nema 8 (Alafoss, Reykhóla, Reykjarfj.,
Hólmavíkur, Siglufj., Ólafsfj., Hróarstungu og Rangár) eru taldir 284
þess háttar sjúklingar (margtalningar. leiðréttar), 125 i Rvík og 159
annars staðar á landinu. Af þessum 125 sjúklingum í Rvík eru 46 bú-
settir utan héraðs hér á landi, en 2 eru útíendingar. Sjúklingar þessir,
búsettir i Rvík, eru því taldir 79, en í öðrum héruðum 205. Af sjúkl-
ingunum eru 129 karlar, en 155 konur. Eftir aldri og kynjum skipt-
ast þeir, sem hér segir: 0—10 ára: 2 karlar, 1 kona; 10—20 ára: 3
karlar; 20—30 ára: 1 karl, 4 konur; 30—40 ára: 6 karlar. 11 konur;
40—50 ára: 13 karlar, 33 konur; 50—60 ára: 27 karlar, 39 konur;
60—70 ára: 39 karlar, 30 konur; 70—80 ára: 30 karlar, 26 konur;
80—90 ára: 6 karlar, 7 konur; 90—100 ára: 2 konur; aldur ekki
greindur: 2 karlar, 2 konur.
Hér eru taldir frá þeir sjúklingar, sem aðgerð hafa fengið fyrr en
á þessu ári og læknar telja albata, en með eru taldir þeir, sem lifað
bafa enn veikir á þessu ári, þó að áður séu skráðir, og eins þeir eldri
sjúklingar, sem meinið hefur tekið sig upp í.
Á sjúkrahúsunum hafa legið samtals 225 sjúklingar með krabba-
niein og önnur illkynja æxli (þar með talin heilaæxli).
Hin illkynja æxli skiptast þannig niður eftir liffærum:
Ca. palpehrae .......................... 2
— auris .............................. 1
— labii .............................. 8
— maxillae ......................... 2
— mandibulae ......................... 1
— parotis ............................ 1
— glandulae thyreoideae .............. 1
— lingvae ............................ 2
— tonsillae ......................... 1
— lymphoglandularuin ................. 3
—- organorum resp. & colli ............. 1
'— laryngis ............................ 4
— pleurae ........................... 1
—- mediastini .......................... 1
— pulmonum ........................... 5
— mammae............................. 50
'— oesophagi ........................... 7
— hepatis ............................ 7
— lienis & hepatis ................... 1