Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1941, Blaðsíða 8
6
uði. Smávægileg hækkun varð á grunnkaupi í sumum starfsgreinum
iðnlærðra manna og verksmiðjufólks, enn fremur daglaunamanna
allvíða utan Reykjavíkur. Áhættuþóknun farmanna í utanlandssigl-
ingum hækkaði verulega. Kaupgeta almennings mun aldrei hafa
verið meiri og almennari hér ú landi.
Læknar láta þessa getið:1)
Rvílc. Afkoma almennings sérstaklega góð vegna mikillar og stöð-
ugrar atvinnu. Efnahagur vafalaust alinennt batnað til stórra muna.
Hafnnrfj. Afkoma ágæt, mikil atvinna og gott kaup, vegna hag-
stæðrar afurðasölu og atvinnu hjá setuliðinu.
Skipaskaga. Árferði gott, bæði til lands og sjávar. Efnahagur batnað
að mun. Fólksekla í öllum starfsgreinum.
Borgarfj. Árferði gott og afkoma sæmileg þrátt fyrir fjárdauðann,
sem heldur enn áfram.
Borgarnes. Veltiár uin alla afkomu bænda og annarra framleiðenda.
Afkoma verkafólks aldrei slík.
Ólafsvíkur. Afkoma héraðsbúa mjög góð.
Flategjar. Árferði með bezta móti af náttúrunnar hendi, en fólki
fækkar hér alltaf, hægt og bítandi. Flatey er að fara í hundana. Segja
má, að hér á eyjunni séu varla nema börn og gamalmenni, stóru inn-
eyjajarðirnar séu að verða einyrkjajarðir, og er þá af, sem áður var.
Bildudals. Afkoma fólks til sjávar og sveita með bezta móti.
Þingeyrar. Afkoma almennings má teljast góð, en þó misjöfn.
Flateyrar. Afkoma og atvinna með langbezta móti, og má segja,
að hún hafi verið ágæt.
Hóls. Afkoma fólks góð á þessu ári. Má kalla, að hér hafi verið
veltiár bæði til sjós og lands, enda bera þorpsbúar þess merki.
tsafj. Afkoma almennings með bezta móti sökuin hins óvenjulega
ástands, sem nú ríkir í heiminum.
Ögur. Afkoma til sjós og lands ágæt.
Hesteyrar. Afkoma fólks i góðu meðallagi.
Hólmavíkur. Afkoma manna til lands og sjávar allgóð.
Miðfj. Árferði afbragðs gott. Afkoma bænda batnaði til muna, þrátt
fyrir sjúkdóma í sauðfé.
Blönduós. Afkoma manna á árinu ágæt.
Sauðárkróks. Afkoiua manna yfirleitt ágæt til lands og sjávar, en
þó betri lil landsins.
Hofsós. Áfkoma manna til sjávar og sveita ágæt þetta ár.
Ólafsfj. Afkoma manna var með ágætum bæði til sjós og Iands.
Svarfdœla. Einmuna gott árferði til lands og sjávar.
Akureyrar. Afkoma héraðsbúa yfirleitl ágæt á árinu, ba>ði til
lands og sjávar.
Höfðahverfis. Þegar á allt er litið, má telja afkomu héraðsbúa mjög
svo góða.
Reykdæla. Afkoma almennings betri en nokkru sinni fvrr.
1) Arsskýrslur íyfirlitsskýrslur) hafa borizt úr öllum héruðuin ncma Stvkkis-
liólms, Dala, Rcykhóla, Reykjarfj., Siglufj., Húsavikur, Þistilfj., Hróarstungu.
Fljótsdals, Revðarfj. og Horuafj.