Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1941, Blaðsíða 103
101
Mjólk og rjómi: Af 51 sýnishorni af mjólk, sem voru litprófuð,
voru 35 í I. flokki og 16 í II. flokki. Fita var mæld í 51 sýnishorni.
Meðaltal fitumagns var 3,61%. í 2 sýnishornum var fitan neðan við
3,15%, í 30 sýnishornum milli 3,2 og' 3,5% og í 19 yfir 3,5%. 19
sýnishorn af gerilsneyddri og 4 af ógerilsneyddri mjólk voru rann-
sökuð og leitað coli-gerla. Fundust þeir ávallt í 1/10 cc, en auk þess i
8 sýnishornum af gerilsneyddri mjólk (bilun á gerilsneyðingartækj-
um) í 1/1000 cc (þar af 5 í 1/10000 cc) og í 2 sýnishornum af
ógerilsneyddri mjólk í 1/10000 cc). Gerlafjöldi í 4 sýnishornum af
ógerilsneyddri mjólk var frá 70000—7,4 millj. í cc.
Rjómi: Storchspróf var gert 29 sinnum, ávallt neikvætt (geril-
sneyddur rjómi). Meðalfitumagn 29 sýnishorna var 30,6%. I 3 sýnis-
hornum var fitan neðan við 30%, í 23 30—31% og í 3 yfir 31%.
Gerlafjöldi í 4 sýnishornum var frá 25000—200000 í 1 cc. Sýrustig
var mælt i 3 sýnishornuin og reyndist 15,5, 17,0 og' 19,0 S. H.
Rjómais: (8 sýnishorn rannsökuð. Fitumagn mest 7,5%. Gerla-
fjöldi frá 600000—120 millj. í 1 cc. Auk þessa var rannsökuð mjólk
írá 44 einstökum kúm vegna gruns um júgurbólgu. Merki um júgur-
bólgu fundust í 21 sýnishorni, og 17 voru grunsamleg.
Læknar láta ]>essa getið:
Vcstmannaeyja. Matvælaeftirlit er hér minna en skyldi, enda ber
heilbrigðisfulltrúi, sem jafnframt er götuhreinsari, ekkert skyn á slík
mál og slæmt að þurfa að nota hann til slíkra hluta. Iðulega gripið
í taumana, þegar verið er að selja skemmt ískjöt, óhreina mjólk
o. s. frv.
E. Manneldisráð ríkisins.
Snemma á árinu var lokið söfnun skýrslna um mataræði þeirra
heimila, sern þátt tóku í rannsóknunum. Læknisskoðun fólksins var
lokið í byrjun ársins. Var síðar hafizt handa uin að vinna úr öllum
skýrslunum, og cr gert ráð fyrir, að því verði lokið á næsta ári.
F. Sumardvöl kaupstað'arbarna í svcitum.
Meðfram vegnti hernaðarástandsins var óvenjulegum fjölda kaup-
staðarbarna komið fyrir til sumardvalar i sveitum. Rauðakross ís-
lands og barnaverndarráð ráðstafaði á vegum ríkis og Reykjavíkur-
bæjar 1474 börnum í sveit. Á sérstökum barnahælum, 12 alls, aðal-
lega í sveitaskölum, voru vistuð 625 barnanna, en 684 á sveitaheimil-
um. 165 ungbörnum var komið fyrir ásamt mæðrum sínum á sér-
stökum mæðraheimilum.
Læknar láta þessa getið:
Reykdæla. Á Laugum voru milli 70 og 80 börn úr Reyltjavík mán-
uðina júní lil ágúst á veg'um Rauðakross íslands. Heilsufar þeirra
var yfirleitt gott, og' tóku þau talsverðum framförum, en vöntun var
á heppilegum viðfangsefnum handa þeim að dunda við.
Grimsnes. Síðast liðið sumar var mikill fjöldi barna úr Reykjavík
í héraðinu. Voru starfrækt að minnsta kosti 4 barnahæli í heima-
vistarskólum héraðsins, auk mikils fjölda barna, sem dvaldi á heim-
ilum í héraðinu. Heilsufar var gott meðal barnanna.