Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1941, Blaðsíða 17
Miöfj. Allmikíð hefur borið á fólksflutningum úr héraðinu og virð-
Jst fara vaxandi. Fólkinu fækkar í sveitunum vegna brottflutnings,
en aftur á móti er lítils háttar fjölgun í þorpinu.
Iilönduós. íbúum héraðsins hefur fækkað um ea 1 % að meðaltali
nndangengin ár, og' var svo enn.
Sauðárkróks. Fólki enn þá fækkað í héraðinu. Talsvert af fólki
•íyzt alltaf burtu, aðallega til stærri kaupstaðanna.
Hofsós. Fólki nokkuð fjölgað þetta ár í héraðinu.
Ólafsfj. Barnkoma langt fvrir ofan meðallag á landinu (nálægt
33%).
Akureyrar. Fólksfjölgunin í Akureyrarbæ hefur á árinu verið miklu
minni en undanfarin ár, og mun það vafalaust nokkuð stafa af hús-
næðisvandræðum og svo því, að margt einhleypt fólk, einkum kven-
‘nlk, hefur leitað héðan til Reykjavíkur, þar sem enn þá meiri eftir-
spurn hefur verið eftir vinnuafli en hér, og því enn þá hærri launa-
greiðslur, enda þótt vinnukonum hér muni nú greidd fimm- til tiföld
hiun á við það, sem gerðist fyrir striðið.
Rcykdæla. Fólki heldur fækkað í öllum hreppum héraðsins.
Oxarfj. Fólki, heimilisföstu, fækkar lítið á skýrslum, en burt-
streymi ungs fólks hefur víst aldrei verið meira en nú í ca. 6—8 ár.
Nú er svo komið, að flest fólk er annað hvort börn eða roskið fólk og
slitið. Og að m. k. á vetrum er varla að fá röskan mann til harðræða
°g' reyndar ekki heldur til léttari verka. Enn verra er þó statt með
kvenfólk, og flestar húsfreyjur eru liðlitiar, mjög margar aleinar með
harnahóp. Ég hef sagt hér á undan, að efnaleg afkoma bænda á árinu
hafi verið ágæt, en þeir liafa ekki komizt sofandi að henni. Þótt jarð-
r*kt og vélanotkun hafi stórlétt búskapinn, þá er það þó varla meira
en fyrir því, sem búin hafa stækkað. Það fólk, sem er, verður svo
að vinna afarmikið og margt langt um heilsu og krafta fram —• sem
hvort tveggja er bilað vegna aldurs. Eg hef einhvern tíma sagt í þess-
:,ri skýrslu, að sú kynslóð, er byggir þetta hérað nú, mundi ganga
þreytt til hvíldar að loknu miklu verki (stórkostleg breyting í jarða-
°g húsabótum). En hið lakasta er, að hún fellur fyrir aldur fram, og
að ósýnt er, hvort nokkur heldur þvi við, sem þetta fólk hefur gerl,
bó að maður voni og telji enn, að svo verði.
Vopnafj. Ibúum héraðsins fækkaði enn þá nokkuð á þessu ári. Mun
bar mestu um valda útstreymi ungs fólks, einkum kvenfólks, til ver-
stöðva og vinnustöðva sunnan lands.
Fáskrúðsfj. Fólksfjöldi vaxandi í héraðinu.
Berufj. Fólkinu fækkaði i kauptúninu, en fjölgaði heldur í sveit-
unum.
Síðu. Eins og við mátti búast, fækkaði fólki í héraðinu á þessu ári
nieira en oftast áður.
Grímsnes. Fólkinu fækkar stöðugt, svo að nú lá við auðn á sumum
hæjum i haust, aðeins hjónin með ung börn, ef nokkur eru.
Keflavikur. Nokkuð fjölgað í héraðinu, einkum i Keflavík, en
bangað hefur flutzt aðkomufólk vegna vaxandi útgerðar og atvinnu.