Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1941, Blaðsíða 191
Viðbætir.
Læknaráðsúrskurðir 1943.
I.æknaráð var stofnað með lögum nr. 14 15. mai 1942 og starfar samkvæmt
reglugerð nr. 192 24. nóv. s. á.
Ráðið hóf störf 19. nóv. 1942 samkvæmt bréfi dómsmálaráðuneytisins til for-
seta ráðsins, dags. 21. okt. s. á., en feildi hinn fyrsta úrskurð sinn ekki fyrr en
eftir áramót.
1/1943.
Lögmaðurinn í Reykjavík hefir með bréfi, dags. 2. des. 1942, samkv.
ályktun fógetaréttar Reykjavíkur óskað álits læknaráðs í málinu:
R. J-son gegn Þ. K-syni.
Málsatvik eru þessi:
R. J-son, L'-götu 8 í Reykjavik, sem er eigandi hússins, hefir búið
í kjallaraíbúðinni, en óskar eftir að flytja í aðra íbúð ofar í húsinu,
og ber því við, að kona sín, R. M-dóttir, þoli ekki að búa í kjallara-
íbúðinni. Máli sínu til stuðnings hefir R. aflað sér fimm læknis-
vottorða.
Samkvæmt vottorði yfirlæknisins á Vífilsstöðum, dags. 10. marz
1942, ltom kona þessi „fyrst á heilsuhæli í september 1936 vegna
lungnaberlda. Síðan hefir hún verið að mestu á sjúkrahúsum þar til
í maí 1941. Þrisvar hafa verið gerðar á henni stóraðgerðir vegna
lungnaberkla.“ Yfirtæknirinn lelur konunni „áríðandi að hafa góða
aðbúð ba>ði hvað húsnæði og annað atlæti snertir.“
Tauga- og geðsjúkdómalæknir í Reykjavík vottar 12. marz 1942,
að konan hafi verið undir hans liendi undanfarna þrjá mánuði. Tel-
ur hann, að Iiún sé, vegna undangenginnar herklaveiki og aðgerða við
henni og nokkurs hjartasjúkdóms, „skiljanlega lítilfjörleg til heilsu
og taugaveikluð, svo hún t. d. tæplega þolir að vera nokkuð ein.“
Jafnframt því sem hann telur sig ókunnugan heimilishögum konunn-
ar og húsakynnum, lætur hann þess getið, að það sé „alinennt . . .
lalið þýðingarmikið atriði, að svona sjúldingar hafi stór og björt
húsakynni."
Starfandi læknir i Reykjavík vottar 11. sept. 1942 f. h. annars starf-
andi læknis þar samkvæmt „skoðun og vottorðum tveggja annarra
lækna“ (væntanlega fyrrgréindra), að konan hafi „mjög lélega heilsu
og þoli(r) skiljanlega ekki að búa í kjallaraíbúð; gæti það jafnvel
varðað heilsu hennar."