Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1941, Blaðsíða 80
78
Öxarfj. Vissi um 2 fósturlát. Abórtus provocatus enginn. Tak-
mörkun barneigna víst ekki vaxandi. 1 barn dó í fæðingu, þó að ekk-
ert væri talið að, og hefur ljósmóðir, sem er gömul og revnd, ekki
sagt sig vita, hví svo fór.
Vopnafj. Vitjað til 3 sængurkvenna. 2 fæddu sjálfkrafa, en fengu
Iitils háttar deyfingu. Þriðja konan primipara, og' bar að sitjanda.
Útvíkkun nálega búin og rassinn genginn svo niður, er lækni bar að,
en vendingu varð ekki við komið. Fæðingin ganglaus. Konan svæfð,
gullhring smeygt í gegnum lærkrika með viðfestum bendli. Síðan
dreginn i gegn gazevöndull sterkur. Framdrátturinn reyndist mjög'
erfiður. Skarst barnið allmikið í nára undan gazevöndlinum og lær-
brotnaði. Var og mjög líflítið, er það náðist. Samt tókst að lífga það.
Um brotið var búið ad modum Brandt og greri vel. Konunni og barn-
inu heilsaðist vel á eftir.
Seyðisfj. Aðeins einu sinni sóttur til sængurkonu. Tilefnið retentio
placentae. Konunni höfðu verið gefnir secaledropar rctt eftir fæð-
ingu. Ég komst fyrst eftir 24 klt. til konunnar, þar eð veður hamlaði.
Þurfti aðeins að styðja á lifið á konunni, til þess að fylgja kæmi.
Nýlega útskrifuð ljósmóðir hafði ekki heyrt, að ekki mætti gefa
secale, áður en fylgja væri komin. Lá við sjálft, að lækni og báts-
liöfn væri skipað út í bráðófært veður (til Loðmundarfjarðar) til að
bjarga sjúkling, eins og það er kallað, þegar kona leggst á sæng, þó
að um eðlilega fæðingu geti verið að ræða. Engin kona fer hér fram
á deyfingu við eðlilega fæðingu. 5 konur fæddu á sjúkrahúsinu, og
ler það í vöxt, að konur leiti þangað í þeim erindum. 2 konur létu
fóstri á 2. og 3. mánuði, og var gerð excochleatio uteri. Aldrei farið
fram á fóstureyðingar, en nokkrar sagðar „fara suður“ í því skyni.
Norðfj. Var viðstaddur 20 fæðingar, oftast til deyfingar eingöngu.
Eitt tangartak var á árinu á 33 ára I-para við framhöfuðstöðu. 1 kona
send á Landsspítalann sterilisationis causa.
Fáskrúðsfj. Leiðbeiningar um takmörkun barneigna gefnar þeim,
sem þess óskuðu. 1 kona hafði anchylosis articulationis coxae
dextrae og allmikla adductio. Leit út fyrir, að yrði alvarleg fæð-
ingarhindrun. 2 giftar konur báðu um að evða fóstri. Voru báðar
ungar og hraustar og þeim fljótsvarað.
fíerufj. 8 sinnum vitjað til sængurkvenna. í 6 skipti var aðeins um
deyfingu og stundum sóttleysi að ræða. 1 skipti töng og 1 skipti
relentio placentae. Abortus provocatus enginn gerður, en heldur fær-
ist í vöxt, að fólk biðji um slíkt af fclagslegum ástæðum.
Hornafj. Einu sinni abrasio uteri vegna blæðingar eftir fósturlát.
1 kona með graviditas extrauterina skorin á Landsspitalanum. Örfá
hjón nota getnaðarverjur, aðallega tabl. speton.
Síðu. 7 sinnum vitjað til sængurkvenna. Erfiðasta fæðingin, er ég'
var við á árinu, var hjá frumbyrju í Öræfum. AIls var ég 7*4 tíma
lrá Breiðabólsstað að Hofi. Hríðaleysi. Varð að lokum að svæfa kon-
una og taka barnið með töng. 1 kona fékk slæma mastitis. Fóstur-
lát voru engin, svo að mér sé kunnugt um. 1 maður fór fram á að
fá gerðan abortus provocatus á konu sinni, en ekki þóttu nægar
ástæður fyrir hendi til að sinna því. Mér mun hafa láðst að geta þess,