Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1941, Blaðsíða 64
62
kenni af óþekktum uppruna. Hann var um áttrætt og hafði hjartabilun,
svo að ég reyndi við hann það, sem hægt var án skurðar, og dugði
það. Auk þessa fór ég tvisvar til Hvammstanga til aðstoðar við héraðs-
lækni þar vegna uppskurðar við ileus. Báðir sjúklingarnir höfðu
strangulatio, báðir voru bændur úr sama hreppnum, annar hrepp-
sljóri og hinn oddviti þar.
18. Morbus Basedowii.
Svarfdæla. Morbus Basedovvii er talinn miklu sjaldgæfari á körlum
en konum. Ungur maður hér í héraði hefur haft þenna sjúkdóm í
nokkur undanfarin ár. Hefur hann haft öll algengustu einkenni á æði
háu stigi.
19. Morbus cordis.
Höfðahverfis. 2 sjúklinga fékk ég til meðferðar, sem voru illa farnir.
Norðfj. 52 ára kona fékk dilatatio cordis eftir hart flogaveikikast.
20. Opthalmia neonatorum nongonorrhoica.
Ögur. 1 tilfelli, kom aðeins í annað augað. Batnaði fljótt og vel.
21. Oxyuriasis.
Ögur. Er algengur sjúkdómur hér um slóðir.
Segðisfj. Oxyuriasis ekki sjaldgæfur, einkum í börnum.
Fáskrúðsfj. Oxyuriasis er nokkuð algengur kvilli meðal barna og
jafnvel fullorðinna líka.
Síðu. Mæður eru farnar að vakna, hvað það snertir að fá meðul
handa börnum með njálg. Þær hafa sannreynt, að börnin verða lystar-
betri og' framfarameiri á eftir. Einnig batnar oft svo kölluð óþægð í
börnunum, er þau losna við ormana, að miklu levti eða öllu.
Mýrdals. 8 tilfelli.
22. Perthessjúkdómur.
Fáskrúðsfj. Perthessjúkdóm hefur 8 ára gamall drengur í hægri
injaðmarJið.
23. Phthirius inguinalis.
Höfðahverfis. 2 sjúklingar.
24. Retinitis pigmentosa.
Regkdæla. 1 tilfelli. Foreldrar systkinabörn. Bróðir hans talinn
hafa sama sjúkdóm.
25. Rheumatismus.
Fáslcrúðsfj. Lumbago og ischias alltíðir kvillar og erfiðir viðfangs.
Verður oft að senda þess sjúklinga í nudd og diathermi, en það er
dýrt og árangurinn ekki alltaf jafngóður.
26. Sclerosis lateralis amyotrophica.
Rerufj. 1 sjúklingur, karlmaður um sextugt.
27. Sialolithiasis.
Ögur. 2 tilfelli. Annað virðist hafa lagazt, án þess nokkuð yrði að
gert. Úr hinu varð, eftir að gangur hafði alveg lokazt, stærðarígerð