Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1941, Blaðsíða 109
107
og góðu 100% barnamönnum. Á 14 börn og aðeins árið milli hverra
tveggja. En af öllum þessum 10 börnum hefur nðeins eitt haft holu í
tönn. Þarna er mjög lítils neytt af kaffi og sykri vegna fátæktar og
sparnaðar, en aftur mikils af garðávöxtum, rófum, kartöflum og káli,
líklega fremur lítils kornmatar móts við mannfjölda, en nokkuð mikils
fiskmetis, þó líklega meira saltaðs en nýs. Á þessu heimili er fólkið
hraust.
Þingeyrar. Búnaðarfrainkvæmdum þorpsbúa þokar í áttina. Kúm og
sauðfé fjölgar í kauptúninu. Garðrækt er alls staðar mikil. Telja bún-
aðarfrömuðir, sem hingað koiua, að fá eða engin sjávarþorp landsins
séu jafn vel á veg komin í því tilliti.
Ögur. Jafnhliða því, að efnahagur fólks batnar, notar það nú meira
af „protective foods“. Þó merkist á einu sviði afturför. Vegna hins
báa blautfisksverðs og skorts á vinnuafli er harðfisksframleiðsla aiveg
að leggjast niður. Mest kvarta bændurnir, sem telja sig matarlausa
um heyskapartímann, nema þeir hafi harðfisk.
Hesteyrar. Ytri vinnufatnaður að mestu aðkeyptur. Nankinssam-
l'estingar, sjóklæði, fingravettlingar úr baðmull. Ullarfatnaður mikið
notaður, enn fremur ullarvettlingar og sokkar úr ull. Spunafélag Hest-
eyrar, er stofnað var fyrir skömmu, hefur komið sér upp litlu húsi,
þar sem. er 1 spunavél, og er hún talsvert mikið notuð. Mataræði er
hér fremur fábrotið. Nýr og saltaður fiskur mikið etinn allan ársins
liring, nema um hásláttinn. Minna um harðfisksát. Kjöt miklu minna
notað til manneldis hér. Mjólk og mjólkurafurðir, þó er lítið um skyr
og ostagerð. Hænsnarækt er frekar lítil. Eggjatekja mikil á Ströndum,
en eggin eru flest seld til ísafjarðar. Garðrækt er allmikil, einkum
rælctaðar kartöflur og rófur, en mjög lítil kálrækt. Brauðneyzla og
„bakkelsisát“ mjög tíðkað. Sælgætisát lítið,
Blönduós. Talsverð breyting hefur orðið á síðustu árum á fatnaði
manna hér, einkum vetrarfatnaði, og það til verulegra bóta. Innlendar
skinnhúfur eru nú orðið almennt notaðar á vetrum, en sáust sjaldan
um það Jejdi, er ég kom í heraðið. Þykkar og góðar peysur úr íslenzkri
idl eru einnig mikið notaðar af körlum og konum, og fótabúnaður er
einnig betri, þótt gúmvaðstígvél séu enn notuð i tima og ótíma.
Ólafsfj. Svipað og verið hefur. Nærföt barna mikið úr íslenzkri ull,
en fullorðinna síður. Saumanámskeið haldið eins og áður. Matur al-
mennings áreiðanlega f jölbreyttari og íburðarmeiri en áður. Lítið sem
ekkert grænmeti, annað en kartöflur.
Akureyrar. Fatnáður fólks hefur á þessu ári yfirleitt verið með bezta
móti, þar eð flestir hafa haft góð peningaráð, og' mikið hefur verið
flutt inn í landið af góðum enskum fataefnum, enda hafa klæðskerar
haft svo mikið að starfa, að sliks munu engin dæmi hér áður. Neyzla
héra'ðsbúa af mjólk, kartöflum, kjöti og fiski er mikil, og sömuleiðis
nokkur grænmetisneyzla. Þó mundi vera seljanlegt margfalt meira
grænmeti, ef tök væru á að afla þess, en grænmetisræktun hér um
slóðir er mjög örðug sökum kálinaðks, sem eyðileggur uppskeruna.
Höfðahverfis. Matarskammturinn endist yfirleitt mjög vel. Helzt er
kvartað yfir sykurskorti við sjóinn, þá mánuðina, sem gert er út.