Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1941, Blaðsíða 115
113
9. íþróttir.
Læknar láta þessa getið:
Borgarfj. Ungmennafélög starfandi í flestum hreppum. Þau eiga
hvert sitt samlcomuhús, og sum hafa komið upp myndarlegum sund-
laugum. Sundkunnátta mjög almenn og talsverður áhugi á úti-
íþróttum.
Borgarnes. Leikfimi stunduð í barnaskólanum hér.
Ólafsvíkur. íþróttir eru engar.
Bildudals. íþróttir eiga hér erfitt uppdráttar vegna staðhátta og
plássleysis fyrir íþróttaæfingar. Þó er nokkurt líf í íþróttafélaginu
liér og vaxandi áhugi. Eitthvað er byrjað að undirhúa iþróttavallar-
gerð.
Þingegrar. Íþróttalífi fer mjög hnignandi. Fimleika eru menn
hættir að iðka með öllu. Skíðaferðir engar vegna snjóleysis. Ferm-
ingarbörn eru öll skyld til þátttöku í sundnámsskeiði í kjallaralaug
við héraðsskólann á Núpi.
Hóls. Sundlaugin starfrækt á síðast liðnu surnri.
Ögur. Hvergi nema í Reykjanesi er nú aðstaða til að stunda íþróttir
uin skólatímann. Sundnámsskeið, sem haldin eru í Reykjanesi fyrir
skólabörn, bæta þó nokkuð úr skák.
Hesteyrar. íþróttafélög engin, og engin íþróttakeppni fer hér fram.
Skíðaíþrótt og fjallgöngur eru iðkaðar hér frá blautu barnsbeini,
enda verður varla komizt hér á milli ba’ja að öðrum kosti. Sund-
laugin í Reykjarfirði er talsvert notuð, einkum af skólabörnum,
og einhver sundkennsla hefur farið þar fram.
Blöndnós. íþróttalif sáralítið, enda erfitt að halda uppi nokkrum
félagsskap í sveiturn hér. Þó er knattspyrna stunduð nokkuð, en
sundkennsla á Reykjum á Reylcjabraut hefur litið verið rækt hin
síðari ár, þótt sennilega brevtist það nokkuð vegna nýrrar löggjafar.
Skátafélag hefur starfað hér á Blönduósi upp á síðkastið, hæði fyrir
pilta og stúlkur, og krakkar hafa hér talsverðan áhuga á skíðagöng-
um, en svo snjólétt hefur verið undanfarið, að litið hefur verið um
skíðafæri.
Sauðárkróks. íþróttir frekar lílið stundaðar. Má heita, að aldrei
kæmi skiðafæri allt árið veg'na snjóleysis. íþróttakennsla fer nú
fram í barnaskólanum allan veturinn, en auk þess æfði frú Minna
Bang leikfimi og plastík með börnum og konum. Sundnámsskeið
hefur verið lialdið í Varmahlíð vor og' haust.
Ólafsff. Skiðaiþróttin aðallega iðkuð. íþróttaféiagið Sameining
hafði leikfiminámskeið í rúman mánuð. Skólabörnum kennt sund í
3 vikur. Þar af í 1 viku við heita laug á Reykjum við slæma aðbúð,
en úr mun verða bætt á næsta sumri.
Svarfdæla. 4 sundnámsskeið voru haldin í Sundskála Svarfdæla,
2 fyrir Svarfdælinga, 1 fyrir Hrísey og Arnarneshrepp og' 1 fyrir Ár-
skógsstrandarhrepp, er stóðu samtals í 8 vikur. Sundnemar alls 166,
flestir börn á sundskyldualdri. Sundskálinn er opinn ahnenningi til
afnota allt árið, nema meðan sundnámsskeið standa yfir, og er ár-
gjald 2 kr. fyrir fullorðna og 50 aurar fyrir börn.
15