Studia Islandica - 01.06.1967, Page 105

Studia Islandica - 01.06.1967, Page 105
103 Nú skal litið á það, sem heldur má ætla, að hafi borizt í munnlegri geymd. Terminus post quem um flutning kelt- neskra sagnaatriða til fslands er upphaf landnámsaldar. Fyrir þann tíma hefur þó ýmislegt getað verið komið inn í norræna sagnageymd í nýlendum norrænna manna fyrir vestan haf. Þannig er sennilega að verulegu leyti ástatt um tökuorðin. Terminus ante quem er þá sá tími, þegar sam- band við löndin fyrir vestan haf rofnar. Það hefur orðið að mestu á 13. öld. Þó má minna á, að ísland er ásamt Orkn- eyjum og Suðureyjum undir erkistólnum í Niðarósi miklu lengur, eða til 1537.1 Samband við Orkneyjar hefur a.m. k. verið mikið á 12. öld, og Magnús Már Lárusson hefur bent á, að dýrkun Magnúsar Eyjajarls sé hingað komin vegna þess.2 Á fyrri hluta þessa timabils, á landnámsöld, verður fyrst fyrir að líta á írska eða skozka menn, sem fluttu eða voru fluttir til íslands. Verður þá að taka tillit til aðstæðna þeirra: 1. Þeir voru fulltrúar annarlegrar tungu og menningar. 2. Þeir hafa varla verið mjög margir. 3. Þeir hafa verið mjög dreifðir um landið. 4. Þeir hafa haft lága þjóðfélags- stöðu. Það er því sennilegt, að þeir hafi mjög fljótt glatað tungu sinni og menningu og algjörlega lagað sig að menn- ingu hinna norrænu manna. Aðstæður þeirra til að hafa áhrif hafa því verið mjög slæmar. Ef aftur á móti er litið á norræna menn, sem komu frá nýlendunum fyrir vestan haf, kemur þetta í ljós: 1. Þeir voru fulltrúar norrænnar menn- ingar, sem að einhverju leyti hefur orðið fyrir keltneskum áhrifum á slóðum, þar sem norræn menning og keltnesk Trójumanna saga ok Breta sögur 1849, 92, en ekki hjá Geoffrey of Mon- mouth. Meðal kappa Artúrs í Ivens sögu er Lancelot, lvents saga 1872, 75, Ivens saga 1898, 3-4, en ekki hjá Chrétien de Troyes. Annars staðar virðist hans ekki vera getið í norrænum bókmenntum. Ef Lancelot hefur verið bætt við í norrænu gerðunum, en það þarf að sjálfsögðu nánari rannsóknar við, hefur hann verið allvel þekktur. Vegna mótífs í Réniund- ar sögu hefur verið gizkað á, að Lancelot eftir Chrétien de Troyes hafi verið þýddur á norrænu, E. F. Halvorsen 1959, 25, Rémundar saga 1909- 12, xliv, Einar Ól. Sveinsson 1964, ccvii. Þetta gæti stutt þá tilgátu. 1 Jón Jóhannesson 1956, 195. 2 Magnús Már Lárusson 1960-63, 502.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.