Studia Islandica - 01.06.1967, Síða 105
103
Nú skal litið á það, sem heldur má ætla, að hafi borizt í
munnlegri geymd. Terminus post quem um flutning kelt-
neskra sagnaatriða til fslands er upphaf landnámsaldar.
Fyrir þann tíma hefur þó ýmislegt getað verið komið inn í
norræna sagnageymd í nýlendum norrænna manna fyrir
vestan haf. Þannig er sennilega að verulegu leyti ástatt um
tökuorðin. Terminus ante quem er þá sá tími, þegar sam-
band við löndin fyrir vestan haf rofnar. Það hefur orðið að
mestu á 13. öld. Þó má minna á, að ísland er ásamt Orkn-
eyjum og Suðureyjum undir erkistólnum í Niðarósi miklu
lengur, eða til 1537.1 Samband við Orkneyjar hefur a.m. k.
verið mikið á 12. öld, og Magnús Már Lárusson hefur bent á,
að dýrkun Magnúsar Eyjajarls sé hingað komin vegna þess.2
Á fyrri hluta þessa timabils, á landnámsöld, verður fyrst
fyrir að líta á írska eða skozka menn, sem fluttu eða voru
fluttir til íslands. Verður þá að taka tillit til aðstæðna þeirra:
1. Þeir voru fulltrúar annarlegrar tungu og menningar.
2. Þeir hafa varla verið mjög margir. 3. Þeir hafa verið
mjög dreifðir um landið. 4. Þeir hafa haft lága þjóðfélags-
stöðu. Það er því sennilegt, að þeir hafi mjög fljótt glatað
tungu sinni og menningu og algjörlega lagað sig að menn-
ingu hinna norrænu manna. Aðstæður þeirra til að hafa
áhrif hafa því verið mjög slæmar. Ef aftur á móti er litið á
norræna menn, sem komu frá nýlendunum fyrir vestan haf,
kemur þetta í ljós: 1. Þeir voru fulltrúar norrænnar menn-
ingar, sem að einhverju leyti hefur orðið fyrir keltneskum
áhrifum á slóðum, þar sem norræn menning og keltnesk
Trójumanna saga ok Breta sögur 1849, 92, en ekki hjá Geoffrey of Mon-
mouth. Meðal kappa Artúrs í Ivens sögu er Lancelot, lvents saga 1872,
75, Ivens saga 1898, 3-4, en ekki hjá Chrétien de Troyes. Annars staðar
virðist hans ekki vera getið í norrænum bókmenntum. Ef Lancelot hefur
verið bætt við í norrænu gerðunum, en það þarf að sjálfsögðu nánari
rannsóknar við, hefur hann verið allvel þekktur. Vegna mótífs í Réniund-
ar sögu hefur verið gizkað á, að Lancelot eftir Chrétien de Troyes hafi
verið þýddur á norrænu, E. F. Halvorsen 1959, 25, Rémundar saga 1909-
12, xliv, Einar Ól. Sveinsson 1964, ccvii. Þetta gæti stutt þá tilgátu.
1 Jón Jóhannesson 1956, 195.
2 Magnús Már Lárusson 1960-63, 502.