Studia Islandica - 01.06.1975, Page 17
15
þar bað hon mik koma
er ,kvæmtki‘ veit,
móti ,mengloðum‘.“
Sonurinn er að tala um stjúpu sina eða frillu föður síns,
sem skaut fyrir hann ljótu leikborði. Orðið „kvæmtki“ er
breyting, sem hlýtur að vera rétt, en í handritum eru ýms-
ar afbakanir. „Kvæmtki“ merkir vitaskuld ,ekki kvæmt1. Þá
er í lokavísuorðinu „móti menglöðum“, sem menn skýrðu
svo sem það merkti „til móts við hinar skrautglöðu“, en
þegar menn áttuðu sig á, að hér gæti verið átt við meyna
„Menglöðu", sem sagt er frá í Fjölsvinnsmálmn, var álit-
legt að fella m-ið niður. Um orðtækið „skjóta ljótu leik-
borði fyrir e-n“ er þess að geta, að vel fer á að skilja það
svo, að merkingin sé afleidd, svo sem virðist vera í vísu
einni í Grettis sögu, þ.e. „koma e-m i vanda“, en heimildir,
sem síðar hafa komið í leitirnar, virðast mæla með þvi, að
orðtakið sé hér í eiginlegri merkingu, þ.e. að sonurinn hafi
leikið einhvers konar tafl við stjúpuna og hafi tapað, en þá
hafi hún lagt á hann langleiðisferð, á fund Menglaðar.
(Orðin „móti Menglöðu“ eru ekki sem fimlegust, en fá þó
staðizt.) Móðirin svarar:
„Löng er för,
langir ’ru farvegir
langir ’ru manna munir,
ef þat verðr,
at þú þinn vilja bíðr,
ok skeikar þú skuld at sköpum.“
Líklega á að skrifa hér Skuld, örlaganomin; móðirin lætur
í ljós, að svo ósennilegt sé, að honum mrnii takast ferðin,
að líkja mætti við það, ef Skuld skeikaði í örlagaverki sínu.
Þá biður sonurinn móður sína að kveða sér góða galdra,
og gerir hún það. 1 fyrstu kynnu atvikin, sem galdramir