Studia Islandica - 01.06.1975, Síða 19
17
Meiri hluti kvæðisins hefur að geyma samtal sveinsins
°g dyravarðarins Fjölsvinns. Gesturinn reynir að komast
að öllu, sem varðar þennan imdarlega stað. En einkum
nöfnum hvers eina, meydrottningarinnar, auðsala hennar,
grindarinnar og smiða hennar, garðsins umhverfis borg-
ina, hundanna sem verja komiunanni inngöngu. En um
leið fær hver maður eða hlutur nokkra lýsingu, svo að við-
mælandi dyravarðar, og með honum áheyrandi kvæðis,
fær mikla vitneskju um allar þessar furður. 1 spurningum
komumanns felast einkum skynjanir hans, honiun miklast
ríki og auðsalir drottningar, hann undrast, hve mikið forað
grindin sé, hve fagurlega garðxu-inn glóir við gull og þar
fram eftir götunum. En dyravörðm- gefur vitneskju um
uppruna og eðli hlutanna, og nöfn þeirra. Komumaður
heldur áfram spurningum: Hvað heita hundamir, hinir
grimmu, sem verja inngöngu? Svar: Gífur og Geri. Spum-
ing: Er unnt að komast inn meðan þeir sofa? Svar: E.kki
er það, því að annar sefur um nætur, hinn um daga. — En
er þá unnt að gefa þeim einhvern mat, svo að komumaður
geti hlaupið inn, meðan þeir eta? „Svo er, ,vængbráðir‘
liggja ,í liðum‘ hanans Víðópnis. Það er eitt matar, sem
þeir eti."1
Hér er einkennilegt orðalag, sagt er að ,vænghráðimar‘
séu ,í liðum‘ hanans, og kann ég ekki að skýra það með
vissu; er það í klóm hanans? eða er ,í‘ villa fyrir ,á‘?
Komumaður sækir sem ákafast að með spurningum sín-
um. „Hvað heitir viðurinn, sem breiðir limar mn öll lönd?“
Dyravörður: „Mímameiður, og veit enginn af hvaða rótum
hann rennur. Við það hann fellur, er fæstan varir . . .“ Nú
er tvítekin setningin að „hann flœrat eldr né járn“ (með
lítils háttar orðamun); mundi þetta réttast lagfært svo:
„hann flœrat eld né járn“, (þ.e. að hann flýr ekki, lætur
1 Mynd nafnsins er óviss, og hafa menn reynt ýmsar umbætur
á því. Finnur Jónsson ritar Víðópnir, og er það álitlegt að efni til: sá,
sem galar svo hátt, að víða heyrist. En handrit kvæðisins hafa „viðofnir“,
og sama stendur í hinum yngri þulum Snorra-Eddu.
2