Studia Islandica - 01.06.1975, Page 20
18
ekki undan). Komumaður heldur áfram: spyr nú um lækn-
ingamátt hins mikla trés, og fær svar, sem sýnir, að það
getur læknað konur, en heldur er skýringin óljós. Næst
spyr sveinninn um nafn hanans, sem situr á hinum háva
meiði: „allr hann við gull glóir“. Víðópnir heitir hann,
svo sem fyrr var að vikið, og því næst kemur vísuhelming-
ur, sem hæpin er skýring á, en hann virðist fjalla mn tröll-
konu að nafni Sinmöru. Spurning: Er ekkert það vopn,
sem unnt sé að hafa til að valda hananum fjörtjóni? Svar:
„Lævateinn hann heitir,
en hann gerði Loptr rúinn
fyr nágrindr neðan;
i segjárnkeri
liggur hann hjá Sinmöru
ok halda njarðlásar níu.“ (26)
Þá grefst komumaður eftir því, hvort ekki sé unnt að gefa
hinni fölu gýgi einhvem kostagrip, svo að hún láti í té
Lævatein. — Jú, eitt er, sem henni mundi líka að fá að
gjöf, en það er ljós (bjartur) ljár, sá er liggr „í Víðópnis
liðum“, Víðópnir er vitaskuld haninn fyrmefndi. —- Þann-
ig lokast þá hringurinn, hér virðist engin fær leið.
Komumaður byrjar á ný spumingar sínar. Hann spyr:
„hvat sá salr heitir,
er slunginn er
vísimi vafrloga.“
Svarið er:
„Lýr (hdr.: Hyr) hann heitir
en hann lengi mim
á brodds oddi bifask;
auðranns þess
munu mn aldr hafa
frétt eina firar.“ (32)