Studia Islandica - 01.06.1975, Page 21
19
Komumaður spyr þá um nöfn smiðanna, og eru þau sögð
honum. Nú spyr hann:
„hvat þat bjarg heitir,
er ek sé brúði á
þjóðmæra þruma?“
Dyravörður svarar:
„Lyfjaberg þat heitir,1
en þat hefir lengi verit
sjúkum ok sárum gaman;
heil verðr hver,
þótt hafi árs (?) sótt,
ef þat klífr, kona.
Þá spyr komumaður um meyjar þær, sem sitja sáttar sam-
an fyrir knjár Menglaðar, og tjáir dyravörður nöfn þeirra.
Spurning, hvort meyjamar bjargi þeim, sem blóta þær á
stallhelgum stað.
Svo er:
„eigi svá hátt forað
kemr at hölða sonum,
hvem þær ór nauðum nema.“
Sveinninn hefur allan tímann verið að þreifa fyrir sér
um það, hvort ekki sé unnt að komast á fund meyjarinnar.
en nú rekur hann þar smiðshöggið á:
1 „Lyfjaberg", lagfæring Sophusar Bugge, hdr.: „Hyfia“ o.fl., en 'j
í 49. v. stendur „ljúfu“ (bergi á), og er það hugsanlegt, en liklega
gildir hér sama um báða staðina. Leiðréttingin „Lyfja“ f, „Hyfia“ er
vafalaus, og má víðar sjá sams konar villu, svo sem „Hæfateinn" (o.fl.) )
fyrir „Lævateinn" (26. v.); „Hyr“ liklega fyrir „Lýr“ (o: hinn ljósi.
bjarti). Á öllum þessum stöðum mun L og H hafa verið skrifað líkt i
frumriti, og hafa menn mislesið H fyrir L.