Studia Islandica - 01.06.1975, Page 27
25
sem vert er að gefa fullar gætur: í þeim góðu göldrum,
sem Gróa gelur syni sínum, kemur fyrir töluvert sögu-
efni, og væri athugunarvert, hversu um það skal helzt
dæma. Verður komið að því síðar.
1 athugasemdum þessara tveggja vísindamanna koma
ýmis atriði fyrir, sem vikið verður að síðar, en rétt er að
geta þess, að auk fyrmefndrar greinar Sophusar Bugge
flutti hann á fundi Vísindafélagsins í Christianiu erindi mn
þetta efni árið 1860. Fjöldamargar fleiri ritsmíðar mætti
annars nefna eftir aðra menn, og er sennilega ástæða til
að víkja að hók eftir P. Cassel,1 grein eftir Hjalmar Falk2
og Andreas Heusler (sjá síðar um aldur kvæðanna).3 Þess
má geta, að ég hygg, að Cassel hafi fyrst komið fram með
þá hugmynd, að í Fjölsvinnsmálum gæti áhrifa frá Graal-
sögnum miðalda. En heldur væri þá frásögn Fjölsvinns-
mála skörðótt. Þar er engin hátíðleg innganga Graal-berans,
ekkert blóðugt spjót, ekkert brotið sverð, og það sem mestu
máli skiptir: enginn Graal. Það merkir: Þetta er engin
Graal-sögn.
Hjalmar Falk tók undir þessar hugmyndir Cassels og
þykist geta greint híbýli, sem hann eignar ýmsum verum
og tengir við Graalsagnirnar. Fæ ég ekki séð, að þetta sé
á rökum reist.4 Aftur á móti hefur hann bent á fleiri heim-
ildir en áður voru kunnar, skyldar Grógaldri og Fjölsvinns-
málum, og var það gagnlegt.
1 Eddische Studien. I. Fiölsvinnsmál (1858).
2 Om Svipdagsmál, Arkiv f. nord. fil. IX-X.
3 Archiv fíir das Studium der neueren Sprachen 116 (1906), 266
o.áfr. (Heimat und Alter der eddischen Gedichte.)
4 Þeir sem aðhyllzt hafa þá kenningu, að Graalsögnin hafi haft
áhrif á Fjölsvinnsmál, hafa löngum vitnað til þess, að svo er að sjá á
texta þess kvæðis, sem Svipdagur hafi komið tvívegis til bústaðar Men-
glaðar. En vitaskuld gæti það vel átt sér stað, án þess um nokkur
Graals-áhrif væri að ræða. Annars eru staðirnir í Fjölsvinnsmálum, sem
til greina koma, þessir: 1 5. visu segir: „Augna gamans fýsir aptr fán,/
hvars hann getr svást at sjá.“ Þetta er texti Sophusar Bugge. Hdrr. eru
sundurleit: „Augna gamans/fýsir aptr at fán“ O, „ . . . . aptr at fá“