Studia Islandica - 01.06.1975, Síða 28
26
IV.
AFSTAÐA TIL NORRÆNNA GOÐAKVÆÐA
Þess var getið í upphafi þessarar rannsóknar, að í Gró-
galdri og Fjölvinnsmálum væri margt, sem svipaði til
fornra eddukvæða, einkum goðakvæða, og eru þessi ljóð því
vanalega prentuð í útgáfum Sæmundar-Eddu.
Kvæðin eru ort undir ljóðahætti, enda eru þau samtals-
kvæði. Skáldinu hefur tekizt vel að láta söguefnið koma
fram í samtalinu; víða er orðalag einkar snoturt og líkt
því sem tíðkast í klassiskum samtalskvæðmn; stundum er
það jafnvel fomlegt, og lýsingum á stöðum þeim, sem
sveinninn sér og spyr mn, er oft vel komið fyrir í orðmn
hans. Vitaskuld getur oft verið torvelt að gizka á rnn frum-
textann, af því að handritin eru svo gölluð, og verður að
viðhafa varúð i dómmn á þeim stöðran. Ljóðrænir kaflar
eru hér og þar, og hefur margt af því komið fram hér á
undan; stundum eru þeir hreint afbragð. Vera má, að þar
megi finna öllu meiri mýkt en tiðkast í kvæðmn, sem ætla
má að séu gömul, en i þeim getm- oft farið saman þróttur
og tilfinning, svo að ekki má á milli sjá, hvort meira má
sín, enda rennur það oft saman í eina heild, en hér alls
ekki á jafn-samfelldan hátt. Ef þessi skilningur á hlæ-
brigðum er réttur, kynni það að benda í þá átt, að Gró-
galdur og Fjölsvinnsmál væru meðal yngri kvæða.
Sama verður upp á teningnmn, ef borinn er saman efnis-
þráður eða þá einstök efnisatriði Grógaldurs og Fjölsvinns-
B, sem er tækilegt, en annars þarf lagfæringa við. En hér gæti orðið
aptr merkt „aftur og aftnr“, og er það óaðfinnanlegt og felur enga
endurkomu i sér. —- En þá eru orð Menglaðar í 49. v.: „at þú ert
aptr kominn, mögr! til minna sala“; er þetta í handritinu í einni línu,
en hún er þá svo hlaðin orðum, að hún getur ekki verið rétt, og munu
flestir útgefendur hafa fellt orðið aptr niður.