Studia Islandica - 01.06.1975, Page 29
27
iriála við eldri kvæði, eða þá líkingar þeirra í millum í orða-
lagi. Þegar þess er gætt, að mikið af þessum líkingum efnis
og orðalags fara saman, mega tengsl Grógaldurs og Fjöl-
svinnsmála við hin eldri kvæði heita vafalaus. Sjálfsagt
má tína dæmi þessa úr ritum ýmissa fyrri fræðimanna,
en ég læt mér nægja að rifja hér upp efni það, sem Jan
de Vries og aðrir hafa saman dregið.1
Skímismál eru frásaga af bónorðsför til Jötunheima,
gert er nokkuð úr háska ferðarinnar, samtal á sendimaður
við féhirði, og loks hótar hann konunni göldrmn. Af líking-
irm orðalags má velja úr dæmum Jans de Vries: „þursa
þjóð yfir“, „vísum vafrloga“. Vitaskuld ber ýmislegt á
milli í efni.
Þá er frá því sagt í Baldursdraummn, að Óðinn vekur
upp dána völvu (sbr. Hávamál 157), en í kvæði i Heið-
rekssögu segir, að Hervör vekur föðrn* sinn Angantý upp
og bræðru hans, og loks vekur Ormar hinn ungi upp föður
sinn (sjá rímur hans). Hér er frásögn Baldursdrauma skyld-
ust Grógaldri, og af smáatriðum má nefna, að í báðum
kvæðum er kvartað undan því, að konan sé vakin af svefni
dauðans, henni til mikils erfiðis.
Þá gelur Gróa Svipdegi syni sínum galdra, einkum til
hjálpar honum á ferðinni. Auðvitað minnir þetta á Ljóða-
tal Hávamála og heilræði Sigmdrífumála, en fátt er þó
sameiginlegt við galdra Gróu. Þó má nefna, að talað er um
galdrakonur í öllum kvæðunum (Háv. 155, Sigurdr. 26,
Gróg. 13), en i Ljóðatali kemur auk þess fyrir orðið bog-
limr (Háv. 149, Gróg. 10), og talað er mn háska á sjó
(Háv. 154, Gróg. 11).
Samtal Svipdags og Fjölsvinns er lítils háttar sviplíkt
samtali Óðins og Vafþrúðnis í Vafþrúðnismálum, þó að efni
sé yfirleitt ólíkt. Vert er að veita því athygli, að dulnefni
Svipdags í upphafi samtalsins við Fjölsvinn er dæmislíkt
1 Altnordische Literaturgeschicte, II, 2. Aufl., 1967, bls. 524-27.
Sbr. enn fr. Kommentar Gerings og Sijmons, rit Eriks Noreens: Nágra
anteckningar om ljóðaháttr, Uppsala 1915, bls. 11 o.áfr.