Studia Islandica - 01.06.1975, Blaðsíða 30
28
því, sem segir nm Vindsval Vetrar föður í Vafnþrúðnismál-
um (27), sbr. Fjölsvinnsmál 6 (Vindkaldr ek heiti, /Vár-
kaldr hét minn faðir, /þess var Fjölkaldr faðir), og orðin, að
Svásuður hafi verið faðir Sumars (Vafþr.) eru ekki ósvipuð
orðum Fjölsvinnsmála (47): „Svipdagr ek heiti; /Sólbjartr
hét minn faðir“. Þá minnir og nafnið „Mímameiðr“ á
Hoddmímisholt (Vafþr. 45), þó að þar komi raunar einnig
til greina orð Völuspár um Mímisbrunn, sem var undir aski
Yggdrasils. Um hann segir svo í Hávamálum (V, 138),
að það „manngi veit, /hvers hann af rótum renn“ og er
þetta sams konar og orð Fjölsvinns um Mímameið (20).
Loks skal nefna, að í Vafþrúðnismálum (45) eru nefndir
menn hins nýja heims eftir ragnarök, Líf og Leifþrasir;
þaðan eru óefað komin nöfnin á tveimur meyjum Men-
glaðar Hlíf og Hlífþursa (38). Vera má, að einhver skrif-
ari hafi ekki skilið samsetningarliðinn „þrasa“ (,,þrasir“),
og hafi hann þá villzt og ritað „þursa“, sem ólíklegt er að
nokkum tíma hafi þótt eiga við sem nafn á mennskri eða
álfkynjaðri mey.
Jan de Vries telur Grímnismál hafa verið kunn skáldi
Fjölsvinnsmála, svo og Sigurdrífumál, Völuspá o.fl. Telur
hann upp fleiri orðalagslíkingar en hér hefur verið gert.
Mun ég láta staðar numið, þó að auðvelt væri að nefna
fleira. Þó kynni að vera ástæða að bæta við orðunum:
Lengi ek svaf,
lengr ek sofnuð var,
löng em lýða læ (Sigurdrm. 2).
sbr.
Löng er för,
langir ’ru farvegir,
langir ’m manna munir (Gróg. 4).
Hvort hér em einhver fom tengsl milli hinnar sofandi val-
kyrju og konunnar sem „liggur í þrá“, þori ég ekki að
segja um.