Studia Islandica - 01.06.1975, Blaðsíða 32
30
um tveimur kvæðum orðið „forað“, en það er fjórum sinn-
rnn, en annars er það orð sjaldgæft í fomum kvæðum.
Finnur Jónsson nefnir í sambandi við þetta orð, „forað“
haft um tjald hjá Hel, og „fallanda forað“ (Lexicon poeti-
cum).
Hér á undan var getið um töluverðar andstæður í þess-
um tveimur kvæðmn, og er hvað augljósast það sem á milli
ber í lýriskum köflum þeirra og nafnaþultun. Nú eru nafna-
þulur vissulega algengar í fornum norrænum kvæðum, en
að jafnaði er nokkurt samræmi milli þeirra, t.d. að á ein-
um stað er goðaþula, á öðrum hestaþula, o.s. frv. Og þó að
einstök nöfn lúti að breytilegum eiginleikum, er þó það,
sem tengir saman, ríkara en það sem sundrar. En þessu er
öðravísi háttað um nafnaþulur í Fjölsvinnsmálum. Hér
skal lita á eina slíka þulu:
Hlíf heitir,
ömiur Hlífþursa,
þriðja Þjóðvarta;
Björt og Blíð,
Blíðr, Fríð,
Eir, Aurboða (38).
Hér er tvítekið Blíð (Blíðr), og er í rauninni alveg vafa-
samt, hvernig það verður lagfært. Nöfnin Hlífþursa og Þjóð-
varta eru bæði grunsamleg sbr. bls. 28. Loks er Aurboða til
sem skessunafn (Hyndluljóð). Hin nöfnin eru geðþekk. Það
má þykja nokkuð freklegt að gera þrjár leiðréttingar í
einni vísu.
Að lokum skal aftur hverfa að dulnefnum sveinsins
Svipdags Sólbjartssonar, en þau eru Vindkaldur Vorkalds-
son, Fjölkaldssonar. Á 19. öld þótti næsta álitlegt að hugsa
sér Svipdag eins konar goð, fulltrúa hins komandi sumars.
Slikt er lokkandi hugsun. Þegar þess er gætt, að nöfnin
virðast komin frá Vafþrúðnismálum, þá virðist ekki óhugs-
andi, að á þeim tíma, sem það kvæði var kveðið, hafi þessu