Studia Islandica - 01.06.1975, Blaðsíða 33
31
verið svo háttað; hins vegar er með öllu óvíst, að sá sem orti
Fjölsvinnsmál hafi hugsað sér, að Svipdagur væri goð. Ef
til vill er heppilegt að útlista þetta ögn nánar. Þróun
kynjasagna má oft skýra á þann hátt, að í öndverðu hafi
verið goðsagan (eða ef til vill blótsagan). En þegar trúin,
sem verið hafði kjarni heimar, tók smám saman að þverra
nokkuð svo, verður úr þessu frjálsleg kynjasaga um goðin,
sem enn er ekki slitin úr tengslum við trúna á þau, en hún
þverr þó smám saman (í slíkri sögu gat verið, að goðin
nytu enn virðingar, þó að sagan væri á leið frá fullri trú).
Þessu kann að vera svo háttað um sögu Apulejusar af Amor
°g Psyche. En þegar tímar liðu, hvarf trúin enn meir úr
slíkum sögum, og urðu þær þá um síðir hrein œvintfri,
sem menn hlustuðu á aðeins til skemmtunar sér. Hvar
menn vilja svo finna sögunni af Svipdegi og Menglöðu
stað í slíkum þróunarferh, ætti ef til vill að verða eitthvað
ljósara af þvi, sem á eftir fer.1
V.
ALDUR GRÓGALDURS OG FJÖLSVINNSMÁLA
Samanburður kvæða vorra hér á undan og hinna fornu
goðakvæða vekja ærnar grunsemdir um það, að Grógaldur
og Fjölsvinnsmál muni vera yngri en flest þeirra. Að visu
hefur skáldið haft veður bæði af máli og efni goðakvæð-
anna gömlu, en það er líkast sem sú þekking sé ekki djúp-
stæð eða nákvæm.
Nú mættu menn vilja kenna ónákvæmni skáldsins í
nöfnum goða eða vætta annaðhvort vanþekkingu eða þá
hirðuleysi um þessi efni, nema hvorttveggja sé.
Andreas Heusler kvað eitt sinn svo að orði, að kvæði
1 Sjá E.O.S.: Um íslenzkar þjóðsögur, 1940, bls. 32-46. Sbr. Albert
Wesselski: Versuch einer Theorie des Marchens, 1931 (Prager Deutsche
Studien, 45. Heft). Geta má þess, að Wesselski virðist hafa miklu minni
trú á varðveizlugetu munnlegra sagna en rétt er.