Studia Islandica - 01.06.1975, Síða 34
32
þessi xnuni vera „Studien eddischen Stils",1 og hygg ég
hann þá hafa hitt naglann á höfuðið. Hann hugsar sér, að
þau séu frá 12. öld, og held ég það sé ekki fjarri til getið,
og þó frekar frá lokum hennar en upphafi.
Auðsætt er á öllu, að skáldið hefur þekkt alhnikið af
fomum kvæðum, en hitt virðist mér jafnauðsætt, að þau
séu ekki frá samtíð hans. Virðist fjölda margt koma fram
í þessum tveimur kvæðum, sem bendi til þess, að margt
hið liðna sé nú heldur í þoku fyrir skáldinu, og hygg ég
auðvelt að finna glögg dæmi þess í næsta kapítula hér
á undan.
Ýmsu í Fjölsvinnsmálum svipar til Sólarljóða, sem ég
ætla helzt vera ort sem næst aldamótunum 1200. 1 þess-
um tveimur kvæðum eru ýmis nöfn, sem líkjast nokkuð,
og getur það mælt með því, að þau séu ort um líkt leyti.
Þessi nöfn eru Svafrþorinn (Fj. 5), shr. Svafr og Svafrlogi
(Sól. 80), athuga enn fremur nafnið Svafrlami (Heiðreks-
saga), sem kynni að vera úr eldri sögnum en ofangreind
nöfn; — Sólbfartr (Fj. 47) og Sólblindi (Fj. 10), sbr. Sól-
katla (Sól. 78). Varla skera nöfn þó úr því, hvort kvæðið
sé upphaflegra. En eitt smáatriði í orðalagi kynni að gefa
bendingu rnn það.
Þegar Fjölsviður hefur sagt Menglöðu frá komu Svip-
dags, og að hundar hafi fagnað honum, en hús lokizt upp:
„Hygg ek, að Svipdagr sé“, þá tortryggir hún, að þetta sé
rétt og segir:
„Horskir hrafnar
skulu þér á hám gálga
slíta sjónir ór,
ef þú þat lýgr,
at hér sé langt kominn
mögr til minna sala.“ (45)
1 Sjá Heimat und Alter der eddischen Gedichte, bls. 266 (sbr. 3.
nmgr. hér að framan, bls. 25).