Studia Islandica - 01.06.1975, Qupperneq 36
34
getið, að hundamir væru „sókndjarfir“, sem betur fer að
hafa um varðmenn en hunda. Mímameiður er forkuxmar
mikið tré, en því er þó ekki ruglað saman við ask Ygg-
drasils. Fjöldamargt í kvæðinu sýnir svipaða hneigð skálds-
ins: hann hirðir ekki um, að verur þær, sem hann segir
frá, verði algerlega samsamaðar verum goðafræðinnar. En
hvað nú um menn mn 1200, sem heyra kvæðin eða lesa?
Þeir hljóta oft að vaða í villu og svíma um það, til hvaða
flokks vætta verur hans heyra. Og nú er þess að gæta, að
það má furða heita, hve sjaldan dróttkvæðaskáldin ruglast
í hinni heiðnu goðafræði og því hversu verur hennar skipt-
ast í flokka.
Þetta er allt saman mjög eftirtektarvert; það er eins og
vættaheimur kvæðanna sé ekki alls kostar sá sami sem var
í norrænni heiðni. Og af því leiðir aftur, að þeim, sem
taka sér siðar í munn nöfn úr kvæðunum, kann að verða
óljóst, hvar þeir eigi að skipa þeim í flokka líkt og tíðkað-
ist í hinni fomu goðafræði vorri. Skal nú nefna nokkur
dæmi og skýra þetta mál ögn nánar.
1. Um varðhundana Gífr og Gera var talað hér á undan;
síðamefndi hundurinn heitir sama nafni sem annar úlfur
Óðins, nafn hins er sjálfsagt gefið af skáldinu.
2. „Fjölsviðr“ er gamalt Óðinsheiti (Grímn. 47). Ýmis-
legt gat mælt með því að láta hinn fjölvitra dyravörð heita
slíku nafni. En í kvæðumun er dyravörðurinn kallaðin
jötunn (Gróg. 14. sbr. Fj. 1 og 3). Ef skyggnzt er í hinar
yngri þulur í tveimur handritum Snorra-Eddu (ÁM 748
og 757, 4to), sem ég kalla hér eftir B-þulur, er „Fjölsviðr“
þar á einum stað Óðinsheiti (gæti verið úr Grimnismálum),
en á öðrum dvergsheiti. Nú mætti vera, að þulusmiðurinn
hefði þekkt Fjölsvinnsmál og ekki þótt sá Fjölsviður líkur
Óðni: hann hefði ekkert af svikum hans og lævísi, ekki hið
tviræða hugarfar, en hann hafði, ekki heldur neitt af sjálf-
ræði Óðins og drottinvaldi, svo sem bezt má sjá á undir-
gefni dyravarðarins undir vilja Menglaðar drottningar. Og
Fjölsviður kvæðis vors er ekkert þurslegur, og verður hann