Studia Islandica - 01.06.1975, Qupperneq 46
44
legt, að höfundur sögunnar hafi sett þrautirnar í stað frá-
sagnar slíkrar sem er í Fjölsvinnsmálum, heldur sé það
óháð gömul frásögn um afleiðingar álagaima, og mun ég
koma síðar að því.
Af því að frásagan um Hervöru greinist svo vel frá öðru
efni Hjálmþérssögu, þó að nokkuð sé það samanfléttað, læt
ég hjá líða að ræða um annað efni sögunnar, enda er ekki
unnt að gera því skil í skömmu máli.
Áður en horfið er frá Hjálmþérssögu, er skylt að nefna
enn eitt atriði. Þó að hér og þar í henni gæti riddarasagna-
stíls, einkrnn framan til, er sagan þó á köflum eigi að
síður hin ágætasta heimild um orðfæri fomra ævintýra-
sagna og því mikilsvert vitni um aldur fastmótaðs orðalags
í íslenzkum sögum skráðum á síðari öldum. Ágætt dæmi
um þetta er álagaformáli stjúpunnar. Á samri stund og
álög hennar hrína á kóngssyni, fær hann vald til að steypa
yfir hann gagnálögmn. Lýkur þar oft tali þeirra, eins og
í Hjálmþérssögu, en stundum kemur beiðni stjúpunnar,
að heitingar þeirra haldist ekki, og neikvæði hans við þeirri
bón. Ýmis önnnr dæmi um fastmótað orðalag má finna í
bók minni „Um íslenzkar þjóðsögur“. Verðixr síðar rætt
nánar um það mál.
Nú er kominn tími til að víkja aftur að upphafsefni þess-
arar ritgerðar, því sem hinn ungi sveinn segir móður sinni,
þegar hann hefur vakið hana upp í kumbldys hennar.
Hann segir, að stjúpa sín hafi skotið fyrir sig ljótu leik-
borði, og skildi ég það svo, að þau hefðu átt tafl saman.
Hún hafði skipað honum að fara þangað, sem hann hygg-
ur sér með engu móti kvæmt, á firnd Menglaðar. Sýnilega
kannast móðirin við hana, og hún veit, að þetta er háska-
ferð, og er henni líka ljóst, að hann getur ekki undan þessu
konnzt.
Taflleik sonarins og stjúpunnar skil ég svo, að hann hafi
tapað, og hún hafi þá fengið vald til að leggja á hann, en
vitaskuld er frásögn kvæðisins mjög stuttorð.
Samsetning þessara minna: tafls og álaga, er sjaldgæf