Studia Islandica - 01.06.1975, Blaðsíða 48
46
gangir á einn skóg, og munu mæta þér fuglar og vilja
drepa þig; og ef þú kemst framlijá þeim, munu mæta þér
hundar; og ef þú kemst undan þeim, munu mæta þér
tólf naut; og ef þú kemst undan þeim, muntu koma í
hellir, og þar eru tólf systur mínar, er munu sjá fyrir þér.“
Þorsteinn svarar: „Mæh ég um og legg ég á, að þú standir
með aðra löppina á hólrnun, en hina á fjallgarði,“ er hann
bendir á, „og skuli koma böðlar og kynda bál, svo þú hrenn-
ir að neðan, en kalir að ofan; en ef ég dey eða losna úr
álögunum, þá skaltu detta ofan í bálið og brenna.“ Hún:
„Kippum upp.“ Hann: „Standi það, sem komið er.“ Hér er
aftur kominn álagaformálinn, sem við rákumst á í Hjálm-
þérssögu, með samtalinu ABAB.
Nú leggur Þorsteinn af stað, og gefur stjúpa hans hon-
um ráð og æti fyrir dýr þau, sem verði á vegi hans. En
dýrin þakka gjafir hans og bæta við: „Nefndu mig, ef þér
liggur á.“
Þegar i helli skessanna, systra hólkonunnar, kemur, hitt-
ir haim kóngsdóttur, sem þær höfðu numið brott. Skess-
umar leggja fyrir hann þrautir, dæmilíkt því sem var
í Hjálmþérssögu, en þær eru allt aðrar. Dýrin veita hon-
um hjálp. Síðan kemst Þorsteinn að því, hvar fjöregg skess-
anna eru; notfærir hann sér þau til að kála þeim og flýgur
svo á flugklæði með kóngsdótturina til mannheima. -—-
Dýrin reynast vera menn í álögum og leysast nú.
Eins og sjá má, heyrir þessi saga til Y-tegundar álaga,
en þó er sem kóngsdóttirin sé arfur frá sögu af Z-tegund-
inni (Menglöð, Hervör Hundingsdóttir).
Nú þykir mér rétt að minnast hér á eina þessara sagna,
Álfaflekkssögu, og vísa til hinna forkunnar góðu skýringa
Lagerholms.1 Hér er mikið af álögum og formálamir allvel
varðveittir. En álögin eru af tegundinni Y, nema ein, ver-
1 Sagan er prentuð eftir handritum af Áke Lagerholm í Drei Lygi-
spgur, Altnordische Saga-Bibliothek, Heft 17, 1927, með afbragðs for-
mála og skýringum neðanmáls.