Studia Islandica - 01.06.1975, Side 51
49
þrautir. Ein var sú að sækja gulltafl til dverga, önnur að
sækja gullstólpa í höll og koma honum undir kastala, þar
sem fjórir gullstólpar voru fyrir. Blákápa var hér til hjálp-
ar. Þriðja þrautin var að drepa uxa nokkum, og var Blá-
kápa enn með í ráðum, en fuglarnir hjálpuðu til að vinna
gripi úr leifum uxans. Við þetta leystust skessumar úr
álögum og urðu hinar fríðustu meyjar. Sigurður festir sér
Ingibjörgu. Síðan hraðar hann sér heim og kemst í tæka
tíð til að leysa Himinbjörgu af bálkestinum. Er það þá
dæmislíkt því, þegar Áli flekkur bjargar Hlaðgerði í sögu
hans.
Stíll þessarar sögu er með ágætum, og er þar gnógt fast-
mótaðs orðalags.
Hér á undan var gert inntak úr tveimur ævintýrum, sem
auðsjáanlega eru skyld (556x I og II). Ef að er gáð, kemur
í ljós, að til er heill hópur ævintýra sviplíkra þessum, en
þau greinast þó eitt frá öðm; era sum aðeins varðveitt í
einu tilbrigði, önnur í fleirum. öllmn þessum ævintýrum
hef ég skipað saman í einn flokk í bók minni Verzeichnis og
nefnt 556* I-VIII. Verður nú hugað nokkuð að þeim.
Eins og tvö ævintýrin, sem gerð var grein fyrir hér á
undan, sýna, svo og hin önnur í flokknum (556* III-VIII),
er með þeim bæði líking og mismunur; og eins greinast
þau töluvert frá efninu í Grógaldri, Fjölsvinnsmálum og
Hjálmþérssögu. En þó era sameiginleg álögin og ferðin
langt út í fjarskann að hitta einhvern tiltekinn mann eða
konu. 1 gömlu heimildunum er sá, sem leitað er að, fríð
kona (Z), en í 556*-fiokki íslenzkra ævintýra er ekki því
að heilsa, heldur er það oftast tröll (Y). Stundum er mað-
ur líka sendur eftir einhverjum hlut.
Hér á undan var gefið inntak af tveimur ævintýrum
flokksins 556* I-VTII.
Nú skal fara fám orðum um önnur ævintýri þessa sama
flokks, þær sögur eða sagnagerðir, sem ég hef nefnt 556*
III-VIII. Er þá næst að líta fyrst á ævintýrið 556* III, sem
varðveitt er í nokkuð mörgum tilbrigðum (7-8). Hér á
4