Studia Islandica - 01.06.1975, Qupperneq 52
50
eftir verða ævintýri af þessum flokki aðeins merkt með
rómverskum tölustöfmn, og svo, ef þörf er á, tilbrigði með
serkneskum, t.a.m. 556x III, 5, þ.e. fimmta tilbrigði af
556x III í Verzeichnis. I flestum tilbrigðum þessa flokks
veldur það mikilli breytingu frá Grógaldri og Fjölsvinns-
málum eða Hjábnþérssögu, að í þeim er oftast að ræða um
góða stjúpu, velviljaða stjúpsyninum. Af þvi getur þá leitt,
að öllu sé snúið öfugt frá hinum gömlu heimildum Gró-
galdri og Hjálmþérssögu. Stöku sinnum er svo rammt að
kveðið, að móðhin er látin leggja fæð á soninn (I, VI),
og verður hún þá álagavaldur sögunnar. En vanalega eru
atvikin á þá leið, að stjúpan fær heimsókn af systur sinni
(einni eða fleirum), og er hún (eða þær) i skessuham, en
vegna forvitni kóngssonar um þær, eða þá af því að hann
hlær að einkennilegum háttum þeirra, reiðist hún (eða þær),
og veldur það álögunum. Einu sinni kemur spákona í stað
tröllkvenna (áhrif frá álfkonum í ævintýrum). — Áiögin
eru vanalega á þá leið, að kóngssonurinn skuh verða að
fara til skessu, einnar eða fleiri. Oft er lika tiltekið, að hann
skuli finna sverð eða hest (sbr. ævintýri nr. 550). Stund-
um er að ræða um gagnálög, þ.e. að stjúpsonurinn leggur
aftur á álagavaldinn (III 4, sbr. II). Mjög oft er kóngs-
son sendur (af stjúpu sinni) til góðra aldraðra kvexma eða
tröllkvenna, skyldra henni; í síðara tilfellinu eru það þá
mennskar konur í álögum. Einstöku sinnum kemur fyrir
fjöregg (III 6, 7). Þá koma þrautir, og eru þær breytilegar.
Skyldmenni stjúpmmar, sem i álögum eru, leysast úr þeim.
Stundum er þess getið, eins og nú var sagt, að kóngssonur
bjargi stjúpiumi af bálkestinum. (III 1, 2, 4, 6, 7.)
Auðsjáanlega er hér að ræða um áhrif úr ýmsum áttum,
sum eldri, önnur yngri. Hafa þau valdið breytingum á
efninu, en af söguþræðinum hefur þó varðveitzt furðu
mikið.
Vera má, að í öndverðu hafi kveðið meira að þvi en nú,
að álögin lytu að því, að kóngssonur skyldi leita uppi til-
tekna friða kóngsdóttur; gæti kóngsdóttirin, sem er fangi