Studia Islandica - 01.06.1975, Síða 54
52
en eddukvæðanna tveggja, Grógaldurs og Fjölsvinnsmála.
Hver svo sem uppruni hans kann að vera, — og mun ég
koma að því efni hér á eftir —, hefur hann gengið nægi-
lega lengi í umhverfi riddaradansa til þess að hann hlyti
ærin merki þess. Ef hugað er að hinum gömlu kvæðum
(Grógaldri og Fjölsvinnsmálum) getur þar að líta ein-
kennilegt sambland sundurleitra hluta, þar er mikið um
kynjaefni, þar eru upptalningar nafna, sem minna á eddu-
kvæði, en hafa ekki eins hreinan blæ, hér og þar er fom-
legt og ágætt orðfæri og loks inn á milli djúp lýrisk fegurð.
1 miðaldadansinum þarf ekki að húast við að rekast á nafna-
þulur né fomyxði. En þar er sumt sem svarar til frumefna
gömlu kvæðanna, svo sem samleikur kynlegs ímyndunar-
afls og ljúfra mannlegra tilfinninga, og er þá sem and-
stæðurnar hafi mildast við tímanna rás. En þrátt fyrir allt
sem á milli her þessara tveggja kvæðategunda, er það sem
líkt er með þeim svo mikið, að um skyldleika þeirra þarf
ekki að efast. Hér er mikið af svipuðum smáatriðum (önn-
ur eru frábrugðin, sem von er til), og jafnvel er aftur og
aftur líkt eða sama orðalag.
Dansinn hefst á því, að knöttur, sem einn ungur sveinn
leikur sér að, fellur í skaut eða inn í búr ungrar konu,
og verður henni mikið run það: „det gjorde hendes kinder
blege“, en oftar er þó kveðið svo að orði, að kinnar hans
sjálfs hafi orðið bleikar, og lúta þau orð þá að framtíð hans,
sem dansinn fjallar um.
F.kki er alls kostar ljóst, hvaða skoðun kvæðamenn fyrri
tíðar hafa haft á hinni ungu konu. Mest virðist hera á
þeim skilningi, að hún hafi verið stjúpsystir hans. í sum-
um tilbrigðum dansins er því líkast sem hún reiðist hon-
um svo, að hún láti sér ekki nægja að segja honum frá
tilvist meyjar í fjarlægu landi, heldur steypi hún jafnótt
yfir hann þeim álögum, að hann skuli aldrei fá ró, fyrr
en hann finni hana. Á hinn bóginn mætti þó þykja sem
álögin væru frekar verk stjúpmóður hans. Er hér úr vöndu
að ráða, en rétt er að henda á tilbrigði C í útgáfu Grundt-