Studia Islandica - 01.06.1975, Page 55
53
vigs, þar sem talað er um báðar: stjúpu hins unga manns
og stjúpsystur hans. En þá á vel við að skyggnast eftir þvi
sem kalla má „tunræður“ þeirra tveggja vísindamanna,
sem bezt hafa rutt braut um skilning á þessum efnum, og
virðist þeim helzt, að hin unga kona sé um leið stjúpa
sveinsins.1 Þetta getur komið heim við orðalagið „hin læ-
vísa kona, sú er faðmaði minn föður“ (Gróg. 3), sem sýnir
einkennilega mikla afbrýði sveinsins og óbeit hans á ást
föður síns á konunni (andstætt einlægni ástar hans á móður
sinni). Ég treysti mér ekki til að halda því fram, að orða-
lagið í Grógaldri á þessum stað skeri úr, en það styður
þessa skoðun. Eins og annarstaðar er minnzt á, er nærri
vafalaust, að gera má ráð fyrir einhverjmn frásögnum í
óbundnu máli við hlið og til stuðnings bundna málinu í
Grógaldri og Fjölsvinnsmálum, er það augljósast í „ferða-
sögu“ sveinsins, sem einmitt vantar eins og nú er komið
fyrir þessum kvæðum, og er þar þörf þvílíkra frásagna.
Um þessi efni, svo og um afstöðu stjúpunnar til sveinsins,
verður rætt ögn meira hér á eftir, og ber allt að sama
brunni.
Eins og fyrr var sagt, hófst dansinn á því, að knöttur-
inn, sem sveinninn lék að, lenti, óvænt að því er víst má
telja, í skauti hinnar ungu konu eða þá í búri hennar. Hér
er að ræða um algengt minni í dönskum riddaradönsum,2
og væri engin fmða, þó að það væri komið ixm i dansinn
í stað taflsins í Grógaldri. En ekki fyrir það, líka voru til í
dönskum kvæðum þessa kyns frásagnir af tafli, en ekki
held ég álög hafi verið vön að fylgja þeim, heldur var það
allt í léttari tón.
En nú reiðist hin unga kona, þegar knöttunnn lendir
í skauti hennar, og er það ofboð skiljanlegt. Tekur hún þá
að storka sveininum með hinni fjarlægu mey. ÍJr þessu
1 Sjá DgF II, 667-73.
2 Sjá Feilberg: Ordbog over det jyske almuesm&l, IV, 55-56 s. v.
bold; III, 113-35 s. v. æble.