Studia Islandica - 01.06.1975, Qupperneq 61
59
Hér á undan hefur aftur og aftur verið vikið að líkingu
orðalags íslenzku kvæðanna og danska dansins. Ekki er
von til, að mannanöfn séu hin sömu í dansinum og íslenzku
kvæðunum, og er eðlilegt, að nafnaþulur hverfi í dansin-
um. En svo merkilega ber við, að tvö mannanöfn í dans-
inum sýna skyldleika við nöfn í Fjölsvinnsmálum. Ea' það
þá fyrst, að nafnið „Svipdagr“ birtist í ýmsum myndmn
í tilbrigðum dansins (sjá bls. 51). En vera má, að sama
máh gegni um nafn meyjarinnar, Menglaðar. Eðlilegt er
að hugsa sér, að merking þess sé: kona, sem gleðst af meni
(eða menjum), og kemur þá ósjálfrátt í huga manns Freyja
og Brísingamen, en eins og fyrri daginn er þvi líkast, að
skáldið vilji láta laust og bundið, hve nærri persónur hans
standi heiðnum goðum. Annars kynni að blandast í orðið
„glaðr“ merkingin „skínandi“, og koma þá í huga manns
orð Emsts von der Recke:1 „Heltens Navn, der overalt er
bevaret, er bevaret i nærliggende Former, er oprindelig
Svipdag, Jomfruens Navn Menglad: „smykkeglad11 eller
— „skinnende11, som andetsteds er tabt, er i den gammel-
svenske Optegnelse, der trods en Del Molest gjennemgaa-
ende viser ældre Tradition, gengivet ved Spegelklar.“
Fyrr á tímum gerðu margir vísindamenn ráð fyrir, að
miðaldadansar væru fima gamlir. Þá mátti og víða sjá þá
skoðun, að þeir væru dreifðir að uppnma og lítill munur
væri á tegundxun þeirra. Þessar skoðanir hafa breytzt síð-
ar á timmn. 1 fyrsta lagi munu nú flestir hallast að þvi, að
fátt þessara kvæða, a.m.k. þeirra, sem varðveitzt hafa á
Norðurlöndum, sé eldra en 1200 eða þó öllu heldur frá
13. öld eða yngri. 1 annan stað hefin- mönmnn nú lærzt
að greina sundur vesturnorræn kvæði, sem oft eru skyld
fomaldarsögmn eða eddukvæðum, og hin, sem uppruna
sinn eiga með austumorrænum þjóðmn eða þá enn sunn-
ar i álfunni.
1 Danske fomviser, I, nr. 2, bls. 7.