Studia Islandica - 01.06.1975, Page 64
62
ar. Hún hvetur Kulhwch að biðja föður sinn um hönd
hennar, því að hún hafði lofað honum að fara ekki frá
honum í óleyfi hans.
Nú fara þeir Kulhwch að hitta jötnakónginn, og er það
heldur einkennileg bónorðsför. Þeir drepa alla dyraverði
og varðhimda. Augnalok karls hanga niður og eru svo
þung, að hann verður að hafa menn með forka til að lyfta
þeim upp. f hvert sinn sem komumenn fara út úr höll
hans, kastar hann á eftir þeim eitruðu spjóti; þeir grípa
það á lofti og senda aftur; fer hið fyrsta gegnrnn hnéskel
hans, annað gegnum bringspalirnar, þriðja gegnum aug-
að og kemur út urn hnakkann; ekki verður það honum
að fjörtjóni, en orð falla hornirn um það, að ekki sé tengda-
sonarefnið né menn hans sem þægilegastir í umgengni.
Nú leggur Ysbaddaden fyrir Kulhwch margfaldar og erfið-
ar þrautir. Ein er sú, að yrkja ás einn, sá komi í hann og
uppskera á sama degi; af korninu skuli brugga öl til brúð-
kaupsveizlunnar; ekki er þetta verk á annara færi en fárra,
tiltekinna manna. önnur þraut er sú að ná í drykkjarhom
mikið og gott, hin þriðja að veiða göltinn Trwyih og taka
kamb og skæri, sem séu milli eyrna hans; þá gripi skal
síðan hafa til að skafa vangafillur þursins, en það er reynd-
ar gert á þann hátt, að húð og hold er skafið af, allt inn
að beini. Enn er getið mn sverð, mikinn grip, og margt
fleira; mn allt er Artúr konungur og menn hans Kulhwch
iiman handar. Þrautirnar em torveldar, ákaflega tilbreyti-
legar, stundum fáránlegar, og oft litauðgar, svo að öll er
frásögnin prýðilega skemmtileg. Má um þessi efni visa til
lýsingar þeirra Gwyns og Thomasar Jones.
Mjög margt kemur fyrir í þættinum, sem telja má víst,
að af fornum rótum sé mnnið, og má stundum sýna fram
á það. Svo er t.a.m. háttað um Creiddylad (s.s. Kordelía),
dóttur Ludds silfurhandar, en um hana munu þeir Gwy-
thyrr Greidawlsson og Gwyn Nuddsson berjast á maídag
allt til heimsendis. Óefað er margt fleira úr gamalli mann-
fræði og af fomum minmun, þó að hér verði ekki rakið.