Studia Islandica - 01.06.1975, Page 66
64
IX.
ÆVINTÝRI ARTS CONNSSONAR
Það mun hafa verið árið 1956, að ég hélt fyrirlestur í
Aherystwyth um keltnesk efni í íslenzkum frásögnum, og
var það erindi flutt á nokkrum öðrum stöðum og síðan
prentað í írska tímaritinu “Béaloideas” 1957 (kom út 1959).
Þar rakti ég nokkuð, í skömmu máh, skyldleika íslenzku
kvæðanna Grógaldurs og Fjölsvinnsmála við flestar þær
heimildir, sem nefndar hafa verið hér á undan. Mér var
ljóst, að hæpið væri að reyna að rekja uppruna íslenzku
kvæðanna til kimhrisku sögunnar, því að ekki er vitað til,
að mikil sambönd hafi verið með Wales-búum og fslend-
ingmn í fornöld, og miklu hafa þau verið minni en með
hinni gaelisku þjóðagrein og fslendingnm. Kvað ég þá svo
að orði, að hér vantaði hlekk í festina.1
En sá hlekkur kom í leitirnar htlu síðar, írsk saga af Art
Connssyni. Frá þeim „fundi“ gerði ég grein í Skírni 1960
(bls. 195 o.áfr.) og síðan á öðrum stöðum. Ég hið menn að
virða vel, að fjölyrt er hér um þetta, en það var eins og
íslenzki orðskviðurinn segir: „Margur á sín lengi að bíða.“
En er óhugsandi, að írskir visindamenn eigi eftir að finna
enn þá fleiri hlekki?
Þá er hér að gera grein fyrir söguþœtti af Art Connssyni,
og er hann löngum kallaður „Ævintýri Arts“ og stundum
líka kenndur við bónorðsför hans. Conn faðir hans var víð-
frægur bardagamaður og kunnur fyrir hundrað orustur,
sem hann háði. Auk þess átti hann meririleg skipti við
forna írska guði (sem í síðari sögnum líkjast huldufólki),
vitraðist homun þar margt um konunga á ókomnum tíma,2
1 Sjá Béaloideas, fyrrgr. stað, bls. 20.
2 Sjá Myles Dillon: The Cycles of the Kings, 1946, bls. 11 o.áfr., um
frændur þeirra sama rit, bls. 15—29 o.s.frv., sbr. hér á eftir, bls. 105
o.áfr.