Studia Islandica - 01.06.1975, Qupperneq 71
69
hina fölsku Guenenere, sem mikil áhrif hafa á ævi Artúrs,
þegar á líður,1 eða fsól svörtu og fsól björtu í íslenzka ævin-
týrinu,2 eða paradís Mjaðveigar: „Þar gala gaukar og þar
spretta laukar,“ þegar hin rétta Mjaðveig er þar stödd, en
ekki, þegar hin ranga Mjaðveig ræður þar fyrir.3 Þá er
það auðvitað, að stjúpan í ævisögunum er jafnaðarlega ill,
en hin rétta eiginkona góð. Loks er alþekkt úr Artúrskvæð-
um það sem kallað er „landið auða“ (á frönsku „la terre
gaste“, á ensku „The !Waste Land“), en orsakir þess eru
margvislegar og stundum aðrar en áhrif illra kvenna á
jarðargróða og slíkt, en vitaskuld líkist þó auðn þess nokkuð
svo þeim dæmum, sem nefnd voru hér á undan.4
Nú skal halda áfram sögunni af Art. Drúídamir komust
að þeirri niðurstöðu, að landið mundi komast úr sinni nauð,
ef sonur saklauss manns og konu væri fluttur til írlands
laugaður vatni þar, og síðan sviptur lífi fyrir framan Tara
og blóðið blandað jarðveginum. Þetta var sagt Conn, en
hann vissi ekki, hvar slikan svein mætti finna. Hann safn-
aði saman írum öllum í einum stað og sagði við þá: „Ég
skal fara að leita þessa saklausa sveins, en þið skuluð fá
ríki á írlandi í hendur Art, syni mínum, svo lengi sem ég er
í ferðinni, en látum hann ekki hverfa frá Tara fyrr en ég
kem aftur.“
9. Síðan hélt Conn beina leið til Benn Edair, og fann
hann þar skinnbát. Hann var hálfan annan mánuð á ferða-
lagi og fór frá einni eyju til annarar og kuimi ekki skil leiðar-
arinnar, nema hvað hann fór eftir rás tungls og stjama. Upp
úr sjónum komu selir og sæormar og grindhvalir og mörg
1 Sjá J. Douglas Bruce: The Evolution of Arthurian Romance, 1928
(Hesperia, Erganzungsreihe, hefti 8-9), II, 335-36 (nafn hókarinnar
er stytt hér á eftir Bruce).
2 Sjá J. Á. II, 312-317, IV, 486-93.
3 J. Á. II, 304-05, 409.
4 Dæmi um „landið auða“ eru legíó, en sjá t.d. Loomis: Ai thurian
Tradition, Index 503; Patch: Index s. v. terre gaste; Cross D2081 (og
tilvísanir) o.s.frv.