Studia Islandica - 01.06.1975, Qupperneq 78
76
týrum eru stundum þulur í upphafi eða endi, nema hvort-
tveggja sé, en stundum vísur iimi í frásögn (mæltar fram
af sögupersónum), og kann þá eitt og annað líkt að fimi-
ast annarstaðar, einkum með nágrannaþjóðum. En svo eru
mörg dæmi þess, að orðalag sé fast mótað í ævintýrum, þó
að í óbundnu máli sé. Góð dæmi þessa má finna í sögunni
af Búkollu.1 Oft er þá hrynjandi bundin nokkuð, og má í
sumrnn sögum skipta frásögninni i kafla eftir efni og hrynj-
andi þeirri, sem við á þar og þar.
1 irskum ævintýrmn eru algengir fastmótaðir kaflar, sem
kallaðir eru runs (ranns), og eru þeir bundnir við sérstök
atriði í söguefninu. Þessar þulur eru oft nokkuð langar,
en að því er virðist breytilegar.2
Það ber við í óbundinni frásögn ævintýra, að þar komi
fyrir einstök orð manns eða andsvör, vanalega stutt. Orða-
lag kann þá að vera nokkuð breytilegt, en þegar rnn er
að ræða margar sögur, svarar eitt orð eða andsvar til ann-
ars, þannig að það er bundið við sama minni, þó að sagan
kimni að vera önnur.3 Stundum má finna útlendar hbð-
stæður, bundnar við svipuð minni.4
Einbver athugaverðustu dæmi sbkra samsvarana orða-
lags eru álagaformálarnir. Skal nú veitt athygb þeim teg-
undrnn, sem mestu varða í rannsókn vorri.
1) Álagavaldurinn einn talar: Mæb ég um og legg ég á,
að þú skulir verða t.d. að birni, eSa að þú skubr fara til
systur minnar (tröllskessu) eSa að þú skubr enga ró hafa,
fyrr en þú hittir meyna N.N. Þetta enx tegundimar X, Y
og Z. Oft eru taldar upp í álagaformálanum sjálfum þær
þrautir, sem þolandinn fær á sig lagðar og skilyrði til að
losna úr þeim álögum.
Við þessu kann þolandinn oftast ekkert svar. Og um
1 E.Ó.S.: Um íslenzkar þjóðsögur, 242 o. áfr.
2 Sjá A. Bruford: Gaelic Folktales and Mediaeval Romances, Béaloi-
deas 1966, bls. 182-209.
3 Allmörg dæmi: E.Ó.S.: Um íslenzkar þjóðsögur (bls. 241 o. áfr.).
4 Sjá sömu bók, bls. 249-50.