Studia Islandica - 01.06.1975, Page 79
77
ákvæði gildir vanalega í sögum, að séu þau mælt fram af
manni eða annari veru gæddri mannlegum hug, hrína
þau á, og verða ekki aftur tekin. En nú kemur eitt andar-
tak, þegar þolandinn fær mátt til að svara fyrir sig. Ekki
svo að skilja, að hann geti breytt ákvæðmn hins, en hann
fær nú vald til að leggja á hann á móti, og hrín það þá á,
hvort sem hann er á öðrum stundum gæddur ákvæða-mætti
eða ekki.
2) Nú segir þolandinn fram sín álög, og fjalla þau vana-
lega mn, hvað álagavaldurinn skuh þola, þangað til hinn
(þolandinn) losni, svo og hvað um hann verði þá. (Vana-
lega er þá tiltekið, að álagavaldurinn skuli springa eða
farast með öðru móti.) Þetta andsvar þolandans hef ég
kallað gagnálög (Gegenfluch, counter-curse, counter-spell).
3) En nú kemur enn einkennilegt andartak. Álagavald-
urinn getur beiðzt samþykkis þolandans, að bæði frum-
álögin (1) og gagnálögin (2) séu ónýtt, en slíkt má á
þessari einu stund vera, og þá aðeins svo, að til komi sam-
þykki þolandans, sem mælti gagnálögin fram (3).
4) Hins vegar munu engin dæmi þess í sögrnn, að þol-
andinn fallist á þessa breytingu, og vill hann heldur þola
nauð síifa til enda. Hann neitar þvi skýrt og skorinort
beiðninni („það skal standa, sem mælt var,“ eða því rnn
likt).
Frumálögin (1) svara í eðli sínu til vanalegra ákvæðis-
orða, hvort sem efni og orðalag í ævintýrum eða skyldum
frásögnmn er með öllu eins eða ekki. En þegar gagnálögin
(2) koma til, myndast einkennileg heild, með orði og and-
svari, og greinir andsvarið (gagnálögin) þessa heild frá
einföldum ákvæðisorðum. Að því er ég veit, eru gagnálög
ekki algeng erlendis, en rannsókn á því er mér ekki kunn.
Fullyrða má, að þessi samstaða (álög og gagnálög) er sér-
staklega algeng á frlandi, og svo eitthvað í nálægustu
löndum.
Um orð álagavaldsins og þolandans í síðara skiptið (3 og
4) er að segja, að þau mynda samstæðu og eru eins konar