Studia Islandica - 01.06.1975, Page 83
81
geasa (en þau orð hefur hann um hin samsettu álög, sem
hæði tíðkast á frlandi og fslandi): „Að því er ég veit
bezt, er þetta sérkennilega minni — að minnsta kosti í
hinni sérstöku mótun þess — ókunnugt í skandinaviskum
ævintýrum.“
Að lokum kemur þá að íslenzkum dœmum um álagafor-
mála af þeirri tegund, sem um hefur verið rætt hér á
undan. Þau mega heita algeng hæði í fomaldarsögum og
öðram kynjasögum, svo og í ævintýrum alþýðu, þeim sem
i munnmælum hafa gengið á síðari öldxrni.
Ekki er þess að vænta, að elzta heimildin, sem fjallar á
íslenzku um lík atvik, Grógaldur, hafi vandlega frásögn
af orðaskiptum stjúpunnar og Svipdags, því að þar er ekki
gert meira en að tæpa á efninu. En næsta heimildin, sem
greinir frá svipuðum atvikum, Hjálmþérssaga, segir meira
um orð þeirra Hjálmþérs og stjúpu hans. Var þess get-
ið hér að framan, bls. 41. En hér skal greina frá álög-
um, sem koma fyrir í llluga sögu Gríðarfóstra.1 Þar
segir stjúpan, sem er tröllkynjuð: „Þú Signý!“ segir hún,
„hefir lengi í sæmd mikilli ok sælu setit, en ek skal
þat allt af þér taka, ok þat legg ek á þik, at þú hverfir í
burt, ok byggir í helli, ok verðir hin mesta tröllkona; þú
skalt Gríðr nefnast; dóttir þín skal fara með þer, ok hverr
maðr, sem hana lítr, skal fella til hennar mikla ást; þú
skalt hvem myrða, er þú sér í hennar sæng. Þú hefir
átt þér sjau systr; þær skulu hverja nótt eiga við þik bar-
daga, þær skulu alla vega þik sundra, höggva ok meiða,
en aldri at heldr skaltu deyja, ok aldri skaltu fyrr frelsast
af þessum álögrnn en þú hittir þann mann, er eigi hræðist
þitt hit ógurliga sax, þá er þú reiðir þat; en með því at
þeim mun þat ógurligt sýnast, mun sá ekki finnast.“ Signý
mátti ekki mæla fyrir harmi ok gráti. Hildr mælti þá:
„Vilda ek, Grímhildr, at ek launaði þér þín álög, ok þat
mæli ek um, at öðrum fæti standir þú á skemmu þessari,
1 Fas (Rafn) III 157-58.
6