Studia Islandica - 01.06.1975, Síða 90
88
gæddar yfimáttúrulegri vizku, eykonan forvizku, Gróa lik-
lega líka. Þegar Creide þylur Art leiðarvisan sína, má
segja, að efnin svari nokkuð svo til galdra Gróu, þó að
ekki sé allt eins. 1 báðum tilfellum má hugsa sér, að um
„skipti á minnum“ sé stundum að ræða, og sé írska sagan
gefandi. Þess var getið, að vakning Gróu væri alkunnugt
norrænt minni, og mun það sett í staðinn fyrir eykonuna,
en tilvist hennar hefm- norræna skáldinu óefað þótt út í
hött í norrænu kvæði, úr því að hún gegnir ekki hlutverki
Menglaðar. En með því að setja Gróu í stað eykonunnar, fær
skáldið tækifæri til að koma að göldrunum, vinsælu nor-
rænu efni (í staðinn fyrir leiðarvísan eykonunnar í Ævin-
týri Arts). Tekur skáldið þá atvik úr ferðinni í galdra
sína. Framhald sögunnar af Art, kaflamir B1 og B2, hafa
töluvert meira, sem teljast má skylt atriðum í Grógaldri,
og verður komið að því síðar. En hér skal minnast litil-
lega á frásögnina af Kúhulín, sem svarar til kaflanna A,
B1 og B2 í „Ævintýri Arts“. Þessi frásögn er í nokkuð
langri sögu af æskuárum Kúhulíns, hins mesta kappa íra,
og nefnist sú saga „Bónorð Emirar“ (Tochmarc Émire).
Hún er nokkuð löng og nær yfir alla æsku Kúhulins allt
þangað til hefst sagan af baráttu hans við Medb drottningu
og hennar hð. Aðalhlutar æskusögu hans em þessir: 1)
För Kúhulíns í bemsku eða æsku til Conchobars konungs
og það sem að því lýtur. — 2) Bónorð hans til Emire For-
gallsdóttur, faðir hennar vill ekki gefa honrnn konuna, —
verður þetta til þess 3) að hann fer til annara landa að
læra íþróttir og vopnaburð; aðalpersóna þess kafla em val-
kyrjmTiar Scáthach og Aife. Enginn þessara hluta sögunnar
sýnir líkingu eða skyldleika við Grógaldur né Fjölsvinns-
mál. En í 3. hluta er sjálfstæður kafh, sem er náskyldur
sögunni af för Arts til að finna Delbchaem kóngsdóttar.1
1 Hér er farið eftir inntaki sögunnar í bók RudoKs Thumeysens:
Die irische Helden- imd Königssage bis zum siebzehnten Jahrhundert,
1921. Þegar vitnað er til Thuneysens hér á eftir, er átt við þetta rit hans.