Studia Islandica - 01.06.1975, Page 92
90
atriða í þessum tveimur heimildum. Einhverstaðar þyk-
ist ég hafa séð þá tilgátu, að um áhrif sé að ræða frá Kú-
hulínssögunni á Ævintýrið af Art. Þetta þykir mér þó
ekki vafalaust. Ekki er auðvelt að koma námi þeirra Kúhul-
íns og dalkonunnar í mælskulist hjá Ulbecán saxlenzka fyr-
ir í æskusögu hans. Þá er sú frásögn þessleg að vera inntak
úr lengra máli („skizzenhaft“ segir Thurneysen). En
sama máli gegnir um frásögnina í „Ævintýri Arts“, hún
er harla stuttaraleg. En hver sem rannsaka vill þetta efni
nánar, verður að taka með í reikninginn þá frásögn textans,
að Art hafi kveðið kvæði um för sína. Annars er á þessum
stað fátt, sem máli skiptir um tengsl sameiginlegs efnis
þessara írsku textakafla við Grógaldur. Þannig sér í nor-
rænu kvæðunmn engin merki hinna undarlegu minna
írsku sagnanna af grasvellinum. Aftur á móti er yfirnátt-
úruleg vizka sameiginleg eykonunni og Gróu, en í Kúhul-
ínssögunni stafar þekking dalkonunnar af fyrri fundum
hennar og hetjunnar. Mtmdi ekki forspá hennar um „rán
tarfsins“ og bardaga hetjunnar við liðsmenn Kunnátta-
drottningar vera stæling, mótuð mynt.
Nú skal komið að öðru, sem tengir saman Grógaldur (og
að nokkru leyti Fjölsvinnsmál) við Ævintýri Arts.
3. Galdrar Gróu og förin til
lands Morgans
Ef það slcyldi vera rétt, að Gróa sé í norræna kvæðinu
komin í stað eykonunnar, mætti ætla, að hún fengi þar
eitthvert hlutverk. Og það fær hún að vísu. Sonur hennar
biður hana að gala sér góða galdra til ferðarinnar, og það
gerir hún; tekur hún efni úr leiðarvísan eykonunnar og þó
sérstaklega ferðasögu Arts. Skal nú horfið að því og fylgt
röð galdranna.1
1 Á þetta efni galdranna, hvert það sé sótt, mun fyrst vera bent í
Skími 1960, 195 o. áfr.