Studia Islandica - 01.06.1975, Page 96
94
frásögnum fyrr á öldum. Þannig segir, að Diana (Viviane)
hafi ráðið ástmanni sínum Faunus bana með blýbaði.1
Einhver hin elzta saga af blýbaði, sem ég man eftir, er
goðasagan af því, hvemig Ósíris var ginntur til að fara í
kistu, en síðan var bráðnu blýi hellt í hana.2
Móðirin lýkur orðum sínum með því að tjá syninum, að
hún hafi staðið á jarðföstum steini, þegar hún gól galdra
sína. Hér er vikið að norrænni trú, sem sjálfsagt hefur þó
verið kunn miklu síðar.3
4. 1 landi Morgans
Nú skal líta sem snöggvast aftur. Hér á undan var rætt
um ferð Arts frá eynni til lands Morgans og atvikin borin
saman við galdra Gróu. Verður ekki annað sagt, en ýmis-
legt svari hvað til annars, þó að þetta eigi vitaskuld ekki
við nándamærri allt. Stundmn er samsvörunin jafnvel
furðuleg, eins og þegar orðið neimh í írskunni er haft um
ákafan kulda alveg eins og orðið eitr í norrænu.
Nú skal hyggja að síðasta kafla í „Ævintýri Arts“, og
em samsvaranir norræna kvæðisins og írsku frásagnarinn-
ar þar miklu dreifðari og minni. Eigi að síður má telja
upp eitt og annað þess kyns, og verður nú horfið að því.
Þar var skilið við Art, þegar hann kom að ísblandinni
eða ísi lagðri á; var sú á landamærum ríkis Morgans. Þetta
fyrirbrigði, fljót á landamerkjum i öðrum heimi er vel
kurmugt fyrirbrigði, og má þar nefna Hemm í Þorsteins
þætti bæjarmagns,4 vatn hennar var svo kalt, að drep hljóp
í, ef maður vöknaði. Þannig má áin vel kallast “the icy
1 Sjá annars dæmin hjá T. P. Cross nr. F167. 11.2, enn fremur L. A.
Paton: Studies in the Fairy Mythology of Arthurian Romance, 1960,
235, sbr. Bruce I, 466.
2 E. Brunner-Traut: Altagyptische Marchen (Die Marchen der
Weltliteratur), 2. Aufl., 1965, 88 o. áfr.
3 Sbr. Skýringar Gerings og Sijmons.
4 Fommanna sögur III (1827), bls. 183-84.