Studia Islandica - 01.06.1975, Page 97
95
river“, eins og áin í „Ævintýri Arts“, sbr. enn fremur „the
venemous icy mountain".1 Yfir ána lá mjó brú, en annars
er henni ekki lýst (23. gr. 1-2 1.), en væntanlega er hún
þó sama sem “the icy bridge”, sem nefnd er á öðrum stað
(24. gr., 13. 1.), en því miður leyfir textinn varla fullan
skilning á kennileitum þessa furðuheims.
Geta má þess, að i þættinum af Kúhulín í frásögninni
af Scáthach er getið brúar, sem er hæst í miðju, en þegar
gengið er út á hana, fer hinn endinn í loft upp; milli lands
Scáthachar og Aife er brú, sem ekki er annað en mjótt
band.2 En þetta varðar hvorki Grógaldur né Fjölsvinnsmál.
Geta má þess, að á þjóðveldisöld voru nokkrar brýr á Is-
landi, en ekki minnist ég kynjasagna um þær.
Þegar litið er á aðrar heimildir, kemur í ljós, að á ýmsu
getur oltið rnn þann hug, sem ættmenn meyjar bera til
biðils hennar. Er hér líkt á komið og í þættinum af
„Kulhwch og 01wen“, þar eru á gangi gamlar spár, að
Ysbaddaden jötnakóngur muni láta líf sitt, ef Kulhwch fái
dóttur hans. Sama máli gegnir í sögu vorri um Coinchend,
móður meyjarinnar, þeirrar sem Art á að hitta, „Drúídamir
höfðu sagt það fyrir, að ef maður bæði dóttur hennar
nokkum tíma, mundi það verða bani drottningar. Þess
vegna svipti hún alla lífi, sem komu til að biðja dóttur-
innar.“ Það var því ekki á góðu von fyrir Art. Þó að hér
sé sagan af Kulhwch og Olwen skyldust, þá er ekki heldur
heilt milli Hjálmþérs og Hundings jötnakonungs: Hjálm-
þér er látinn vinna ýmsar erfiðar þrautir, og eftir að hann
hefur flúið í brott á skipi sínu, hefst orusta milli hjálpar-
manna hans og liðs konungs. 1 íslenzkmn ævintýrum frá
síðari timum er efnið breytilegt, en vanalega er að ræða
1 Fljót á landamærum í öðrum heimi, sjá Patch: The Other World,
1950, Index 382-83; Cross F144 og F141.10.1.
2 Thumeysen 389, 391, sbr. Cross F842.2.1. og F152.1.5., sbr. emi
fremur Loomis: Arthurian Tradition, bls. 384-85 og H. R. Patch: The
Other World (1950), Index s. v. bridgc, o.s. frv.