Studia Islandica - 01.06.1975, Blaðsíða 98
96
um þrautir, sem vinna verður. Sama máli gegnir um sög-
una af Kulhwch og Olwen, og þar eru þrautirnar fram úr
hófi flóknar og margbreytilegar.
Þá er að athuga „tengdafólk“ Arts og stuðningsmenn
þess. Þegar sagt hefur verið, að Art fór í gegnum hinn illa
skóg og sjóinn með illkvikindunum, og hafði sloppið úr
höndum galdrakvennanna með blýbaðið, þá hitti hann
fyrir sér tvo sonu kóngs, þá brúar- eða dyravörð, þá drottn-
ingu og loks Morgan konung. Erfitt er að vita nokkuð um
það, hvaða sagnagildi hver persóna kann að hafa haft áður
(nema kóngur og drottning), m.ö.o. hvaða fortíð sú eða
sú persóna hafi átt sér í eldri sögum. Brúarvörðurinn hefur
t.a.m. þá kynlegu iðju að brýna tennur sínar á steinstólpa;
Ailill Morgansson og Art varpa illyrðum hvor að öðrum;
er það eins konar fyrirmynd að fyrstu orðaskiptum Fjöl-
svinns og Svipdags í upphafi Fjölsvinnsmála? Eða aðeins
tilviljun?
Eins og von er til, kemur nú brátt til sögunnar Coinchend
Cenfada drottning, og stóð henni næst að berjast við tengda-
sonarefnið sitt, með því að um hana höfðu spádómar drúíd-
anna fjallað, að ef maður bæði dóttur hennar, yrði það bani
drottningar. Því lét hún svipta hvern þann lífi, sem bað
kóngsdóttur. „Og það var hún sem skipaði til um galdra-
konumar með blýbaðið handa gestinum og Curnan Cliabh-
salach, brúarvörð eða dyravörð í húsi Morgans. Og það
var hún, sem lét Ailill Dubhdedach sitja fyrir Art Conns-
syni, af því að Art mundi koma og biðja dóttur hennar,
eins og henni hafði verið sagt. Og það var hún (Coinchend),
sem hafði lagt ráð á um eitruðu hestana(?) og ísbrúna
og dimma skóginn með Coincuilind og froskana og ljóna-
fjallið og hinn hættulega vog.
25. Þannig kom Art að virkinu, sem hann leitaði að, þ.e.
virki Morgans, og var það viðkunnanlegt. Fögur girðing af
bronzi var umhverfis, og húsakynni tilfýsileg og rúmgóð,
og vegleg höll miðja vega. Glersalur, hugvitsamlega gerð-
ur, bjartur og skínandi, stóð á einum stöpli, efst uppi, þar