Studia Islandica - 01.06.1975, Page 99
97
sem mærin var. Hún hafði grænan möttul einlitan, með
gullnál á brjósti og langt, fagurt, gullið hár. Hún hafði
kolsvartar augabrúnir og glampandi grá augu, og var
mjalláhvít að litarhætti. Hún var fögur í vexti og gædd
miklum vitsmunum, kunnáttusöm og hög til handa sinna,
stillileg og göfugleg. Ungmær ein sagði: „Það er kominn
kappi hingað í dag, og af honum ber enginn hvorki að
fríðleik né frægð.“ „ Satt er það,“ sagði hún, „þetta er
Art, og það er langt síðan ég hef búið mig undir komu
hans. Nú ætla ég að fara inn í hitt húsið,“ sagði hún, „en
bjóð þú Art inn í glersalinn, því að ég óttast, að Coin-
chend muni láta taka haim af lífi og setji höfuð hans á
auða stólpann framan við virkið.“
26. Siðan gekk Art inn í glersalinn, og þegar konumar
sáu hann, buðu þær hann velkominn og þógu fætur hans.
Síðan kom Coinchend og tvær dætur Fidechs með henni,
Aebh og Finscoth, til að skenkja Art eitur og vín. En vegna
ráða vinkonu sinnar Creide sá hann við lekanrun, þar sem
var hinn eitraði drykkur.
En nú víkur sögunni til drottningar. Sagan segir:
„Valkyrjan stóð upp og fór í herklæði sín og skoraði á Art
að berjast. En Art var ekki svo gerður, að hann færðist
nokkru sinni undan einvígi. Fór hann þá í herklæði sín,
og áður en langt um leið, beið hinn vopnaði ungi kappi
hærra hlut í viðureign þeirra. Hann hjó af henni höfuðið
og setti það upp á auða stólpann framan við virkið.
28. Nú er að segja frá Art Connssyni og Delbchaem,
dóttur Morgans konungs. Um nóttina lágu þau og undu
vel hag sínum og voru glöð, var nú virkið allt á þeirra
valdi, þangað til Morgan konungur Undralands kæmi aftur,
en hann var ekki heima um þessar mundir.
Síðan kom Morgan og var hann hinn reiðasti og vildi
hefna þess að hafa misst virkis síns og sinnar góðu konu,
sem Art Connsson hafði vegið. Hann skoraði nú á Art til
einvígis. Ungi kappinn stóð upp, fór í herklæði sín, svo og
hinn fagra satínmöttul, og spennti hvítflekkótt brókabelti af
7