Studia Islandica - 01.06.1975, Side 104
102
þau í ljóðum og myndum, varð slík dýrkun fræg meðal
nálægra þjóða og breiddist þá út þessi átrúnaður víða um
lönd. Mjög glæsilegar myndir eru frá Persíu af heimstré
Persa. Með mörgum öðrum þjóðuin nutu þvílík tré ríkis-
dýrkunar. En auk þess gátu slíkar trúarathafnir verið stað-
bundnar og með ummerkjum frumstæðari dýrkunar, og
gat þá auðveldlega komið fyrir, að meira en ein tegund
dýrkunar væri um hönd höfð á svipuðum slóðum; hvers
konar sambland gat hér líka átt sér stað. Og vitaskuld gátu
ýmsar trjátegundir hlotið þessa virðingu.
Með Norðurlandabúum hefur tíðkazt hin opinbera dýrk-
un heimstrésins, asks Yggdrasils, en einnig má telja víst,
að menn hafi á öðrum stöðum veitt lotningu öðrum trjám,
sem tengd voru eitthvað svipuðum hugmyndmn, án þess
yfir þeim væri slíkur alheimsljómi eða slík dulvizka, sem
sveipaði askinn og allar sagnir mn hann, bæði um návist
hans við nomimar og við Urðarbrunn, en einkum sjálfs-
fóm Óðins í askinum, mikilfenglega og dularfulla.
En auk þessa er getið annara trjáa, sem einhvers konar
dýrkunar nutu, þó að þau væru í hugum manna lítil hjá
askinum. Mun sú dýrkun hafa verið staðbundnari, en kann
þó að hafa verið iðkuð í sömu hémðum.
Með Norðurlandabúum munu þessar tvær tegundir dýrk-
unar hafa verið um hönd hafðar, hin opinbera og hin alþýð-
lega, staðbundna. Auðsætt er, að skáldið, sem orti Fjölsvinns-
mál, vill ekki hafa hið opinbera nafn heimstrésins; hann
kallar sitt tré Mímameið; eins og fyrr var sagt styðst það við
goðsöguna um það, að askurinn hafi staðið yfir Mímisbmnni,
en í annan stað er nafnið hér tengt Hoddmímisholti. Um
orðalag í Fjölsvinnsmálum, þegar rætt er um Mímameið,
svipað því sem segir um askinn í hinum fornu goðakvæðum,
má pnn fremur vísa til þess, sem sagt var hér að framan,
(bls. 28). tJr einhverjum gömlrnn kveðskap má einnig
ætla, að orðin „flœrat hann eldr (líklega rétt: eld) né jám“
(svo 206 og 216).