Studia Islandica - 01.06.1975, Blaðsíða 105
103
I Grímnismálum (25.-26. v.) er lof um askinn ekki látið
liggja í láginni. En þar er einnig getið trésins Læraðar:
Hann stendur á höllu Herjaföðurs, og getið er geitar og
hjartar, sem bíta af limum trésins. Eðlilegt er að greina
hann frá askinum.
Annars trés er getið í vísuhelmingi í Snorra-Eddu, það
stendur fyrir framan Valhöll. Um það segir Snorri: „Glasir
stendr / með gullnu laufi / fyrir Sigtýs sölum. — Sá er
viðr fegrstr með goðum ok mönniim.“ Um hið gullna lauf
hans getur í Bjarkamálum (Glasis glóbarr).
Og loks er svo Mímameiður, sem Svipdagur spyr eftir
og Fjölsviður veitir svör um. Hann greinist frá aski Ygg-
drasils skýrt að nafni til, og ef nokkuð má marka orðalag,
kynni orðið barr, haft um þetta tré, að eiga við barrtré, en
askurinn var vitanlega laufviður.
Þá er að nefna enn eitt, sem greinir Mímameið frá öðr-
um blóttrjám, sem getið hefur verið hér á undan. Það er,
að á hinum háva meiði sitm- hani: „allr hann við gull
glóir“. Auðsætt er, að þetta greinir Mímameið enn ræki-
legar frá askinum, því að sá fugl, sem sat efst á honum,
var örn. Ég er ekki tilbúinn að gera grein fyrir hananum;
hans getur í ritgerð Falks, en ég get ekki séð, að það fái
nokkurn stuðning í stafrófsskrá Thompsons,1 og kýs ég því
að láta umræður um hanann niður falla að svo komnu máli.
Vert er þó að veita þvi athygli, að hann er með gullslit,
og kann að mega rekja sig eitthvað eftir því.
Annars er hér í nokkuð mörgum vísum sagt frá hanan-
um og ýmsum öðrum verum, og rætt er um ráðagerð að
drepa hann, en textinn virðist svo brenglaður, að ekki sé
með vissu unnt að ráða fram úr honum.
7.1 næstu vísum tveimur (21. og 22.) er spurt að því, hvað
1 S. Thompson: Motif-Index of Folk-Literature, I-VI, 1932 o.áfr., FF
Communications 106-09, 116-17 (stafrófsskráin [Alphabetical Index] er
í FFC 117.)