Studia Islandica - 01.06.1975, Síða 106
104
verði af „moði“ (?) viðarins, og er sagt, að það skuli borið
á eld fyrir „kelisjúkar“ konur (mundi „kelisjúkar" ekki
standa fyrir „kælisjúkar", og eigi það við, að þær hafi
köldu, hitasótt með því móti, að slegið geti að þeim, en
lengra í skýringu þessarar vísu verður hér ekki farið.)1
7. Loks spyr Svipdagur að því, hvað það bjarg heiti,
„er ek sé brúði á / þjóðmæra þruma“ (35. v.). Orðalagið
„þruma“ bendir til þess, að Menglöð dveljist langdvölum i
fjallinu, samanber orð hennar síðar: „Lengi ek sat / Lyfja-
bergi á; / beið ek þín dœgr ok daga“ (49. v.). tJr samtali
Svipdags og Fjölsvinns teygist nokkuð (35.-40. v.), og
leitar Svipdagur eftir um hagi Menglaðar, en einnig lækn-
ingamátt hennar og meyja hennar; þá spyr Svipdagur
einnig að nöfnum meyjanna. Ekki er alls kostar auðvelt
að átta sig á öllu þessu, sízt lækningunum, og má þar
sem dæmi nefna orðin „árs sótt“. Ymislegt bendir á, að
lækningarnar varði einkanlega sjúkdóma kvenna. Þess var
áður getið, að blöð (eða nálar) Mímameiðs væru mikilsverð
læknismeðul, en þar með er ekki loku skotið fyrir það, að
Menglöð og meyjar hennar safni sér einnig grösum úr
fjallinu. Einkennilegt er, að á einum stað segir, að þessar
konur bjargi þeim sem „blóta þær / á stallhelgum stað“,
og verður að telja, að þar leiti skáldið fornra hugmynda.
1 Um lækningaefni og slíkt i Grógaldri og Fjölsvinnsmálum, sjá
einkum ritgerðir eftir Reichbom-Kjennerud, t.d. Maal og minne 1923,
39-42, 50-54; Arkiv f. nord. fil. 36 (1924), 127—35.